fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Vegagerðin lækkar hámarkshraða við einbreiðar brýr

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 11. janúar 2019 17:00

Banaslys var við brúna yfir Núpsvötn nýverið. Skjáskot af ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegagerðin hefur ákveðið að lækka hámarkshraða í 50 km/klst. við allar einbreiðar brýr á þjóðvegum þar sem umferð er meiri en 300 bílar á dag að jafnaði alla daga ársins (ÁDU). Um er að ræða um 75 einbreiðar brýr, um helmingur á Hringvegi. Þá verður viðvörunarskiltum breytt og einnig bætt við undirmerki á ensku á viðvörunarskiltum.

Kostnaður við merkingar er áætlaður um 70-80 milljónir króna. Vegagerðin hefur einnig ákveðið að yfirfara hámarkshraða á þjóðvegum í dreifbýli og breyta honum til lækkunar reynist þess þörf eða fjölga merkingum um leiðbeinandi hraða. Þá verður gerð úttekt á vegriðum á öllum brúm á stofn- og tengivegum. Lagfæringum verður forgangsraðað eftir ástandi brúnna og aðstæðum á hverjum stað eftir því sem svigrúm er í fjárheimildum

„Eftir sem áður gildir sú gullvæga regla að ávallt ber að haga akstri eftir aðstæðum,“ segir í tilkynningu en heildarfjöldi brúa á þeim þjóðvegum sem teljast til stofn- og tengivega er 892. Af þessum brúm teljast 423 vera einbreiðar, þ.e. 5 metrar að breidd eða mjórri.

Mikil áhersla er lögð á að fækka einbreiðum brúm en ljóst er að langan tíma mun taka að útrýma þeim. Á undanförnum þremur árum hefur staðið yfir átak varðandi bættar merkingar við einbreiðar brýr, sem m.a. felst í uppsetningu blikkljósa, og hafa nú allar brýr á Hringvegi verið merktar á sambærilegan hátt og sama gildir um nokkrar brýr utan Hringvegar. Hingað til hefur leyfilegur hámarkshraði við einbreiðar brýr einungis verið lækkaður í undantekningartilvikum.

Jafnframt verður viðvörunarskiltum við brýrnar breytt þannig að merkið A14.11 Vegur mjókkar verður sett í stað A99.11 (Önnur hætta).

Auk þess verður undirmerki sem nú er tengt viðvörunarskiltunum endurskoðað þannig að þar verði einnig enskur texti. Alls er um að ræða 77 brýr þar af eru 37 á Hringvegi.

Alls 409 brýr eru fjórir metrar að breidd eða mjórri, 12 eru á milli 4 og 5 metrar að breidd og tvær eru 5 metrar að breidd.

Byrjað verður á Hringvegi meðfram suðurströndinni að Jökulsárlóni en þar eru jafnframt þær einbreiðu brýr sem hafa hvað mesta umferð. Vegagerðin mun yfirfara leyfilegan hámarkshraða á þjóðvegum í dreifbýli, með tilliti til gæða veglínu og annarra aðstæðna. Að þessari greiningu lokinni mun verða metið hvort ástæða sé til að breyta leyfilegum hámarkshraða á tilteknum köflum þjóðvegakerfisins eða fjölga merkjum sem sýna leiðbeinandi hraða. Hafin verður úttekt á ástandi vegriða á öllum brúm (einbreiðum og tvíbreiðum) á stofn- og tengivegum og í kjölfarið gerð áætlun um nauðsynlegar lagfæringar, sem unnið verður að í áföngum, miðað við forgangsröðun sem mun m.a. byggjast á ástandi vegbúnaðar og umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins