fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Stefán mjög reiður út í borgarfulltrúa: „Það er komið nóg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. febrúar 2019 18:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Eiríksson borgarritari hefur ritað mjög harðorða grein í Facebook-hóp borgarstarfsmanna þar sem hann sakar borgarfulltrúa minnihlutans um aðför að starfsmönnum borgarinnar. Stefán skrifar meðal annars:

„Undanfarna mánuði hafa fáeinir borgarfulltrúar ítrekað vænt starfsfólk Reykjavíkurborgar um óheiðarleika og vegið með ýmsum öðrum hætti að starfsheiðri þeirra. Þetta hefur verið gert beint og óbeint, orðum verið beint að nafngreindum sem og ótilgreindum starfsmönnum, starfsmannahópum, einstaka nefndum og fjallað um einstaka starfsstaði með niðrandi og niðurlægjandi hætti. Gert hefur verið lítið úr störfum þeirra, hæðst hefur verið að þeim verkefnum sem viðkomandi starfsmenn sinna, þeir jafnvel vændir um óheiðarleika og hafa í störfum sínum einhvern annan tilgang en að sinna hverju því verkefni sem viðkomandi hefur verið falið af fagmennsku og heiðarleika.

Og fáeinir borgarfulltrúar hafa ekki látið þar við sitja heldur jafnframt vegið að einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum sem unnið hafa með eða fyrir Reykjavíkurborg með sama hætti.“

Stefán segir þessa hegðun viðkomandi borgarfulltrúa til skammar. Hann segir starfsfólk borgarinnar ekki hafa vettvang til að bera hönd yfir höfuð sér. Stefán segir mikilvægt að bregðast við hegðun sem þessari og gera athugasemdir við hana. Pistill hans endar á þessum orðum:

„Það er nefnilega komið nóg.“

RÚV greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins