fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Segir vegaframkvæmdir geta sparað um 25 milljarða á ári: „Af hverju eru menn ekki byrjaðir á þessu?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 18. febrúar 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, telur að með framkvæmdum við þrjá helstu vegi höfuðborgarsvæðisins, megi spara samfélaginu um 25 milljarða króna. Kom þetta fram í Morgunvaktinni á Rás 2 í morgun og RÚV greinir frá:

„Í samgönguáætlun er ekki áætluð króna til framkvæmda við þessa helstu leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu sem eru hættulegustu leiðir landsins. Jón Gunnarsson og samgönguráðherra hafa bent á að umferðarslysin kosta samfélagið einhvers staðar á bilinu 55 til 60 milljarða króna árlega samkvæmt áætlun frá Hagfræðistofnun Háskólans meðal annars. Það er talið að þessir þrír meginvegir, ef akstursreinar verða aðskildar, að það geti sparað samfélaginu um það bil 25 milljarða á ári,“

sagði Runólfur sem undraðist af hverju ekki væri byrjað á þessu nú þegar:

„Við erum að tala um að klára þessar framkvæmdir á þessum þremur vegum áætla menn 60 milljarða. Við erum að fá 25 milljarða á ári í arð inn í samfélagið. Auðvitað er ekki allt til ríkisins. Stór hluti er heilbrigðisþjónustan, stór hluti er félagsþjónustan, stór hluti er bara almenningur sem verður fyrir minna tjóni bæði vegna slysa og muna. Stærsti ávinningurinn er auðvitað sá mannlegi harmleikur sem verður vegna slysanna. Maður segir bara: Af hverju eru menn ekki byrjaðir á þessu?“

Hann nefnir að fjárlagafrumvarp þessa árs geri ráð fyrir 28 milljörðum í nýbyggingu, viðhald og þjónustu við vegi og hlutfallslegan kostnað við yfirstjórn Vegagerðarinnar:

„Yfirvöld hafa oft talað um að við leggjum 36 milljarða til Vegagerðarinnar en þá er það líka meðal annars ferjur, styrkur við innanlandsflug og styrkur við almenningssamgöngur og svo framvegis. Við erum bara að tala um að þessir tæpu 40 miljarðar rynnu til innviðauppbyggingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt