fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Áfanga náð í verndun Hornstranda

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 15. febrúar 2019 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum hefur frá og með deginum í dag formlega tekið gildi. Markmiðið með áætluninni er að leggja fram stefnu um verndun og viðhalda verndargildi í sem bestri sátt.“ Þetta segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Áætlunin var unnin af samstarfshópi landeigenda, skipulagsyfirvalda og Umhverfisstofnunar sem hefur umsjón með friðlandinu. Í stjórnunar- og verndaráætluninni eru settar sérstakar reglur um umferð manna og dvöl eins og lesa má nánar um hér.

Hornstrandir voru friðlýstar árið 1975. Eitt aðaleinkenni Hornstranda er hve afskekkt svæðið er og lítt mótað af umsvifum og ágangi manna. Innan svæðisins eru alþjóðlega mikilvæg fuglabjörg, einstakt gróðurfar og menningarminjar sem standa sem minnisvarðar um liðinn tíðaranda og forna búsetuhætti. Eitt af helstu einkennum er þéttleiki heimskautarefsins en Hornstrandir eru eitt mikilvægasta búsvæði refa í Evrópu.

Á myndinni fagna forstjóri Umhverfisstofnunar, Kristín Linda Árnadóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Kristín Ósk Jónasdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, verndunaráfanga Hornstranda fyrr í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki