fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fargjöld í innanlandsflugi verða niðurgreidd af ríkinu: „Risavaxin aðgerð“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. febrúar 2019 12:59

Sigurður Ingi -Samsett mynd DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnur að fyrstu heildarstefnu ríkisins um almenningssamgöngur fyrir allt landið hefur verið mótuð og er nú til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Starfshópur sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skipaði leggur til að almenningssamgöngur með flugi, ferjum og almenningsvögnum myndi eina sterka heild og að boðið verði upp á eitt leiðarkerfi fyrir allt landið. Markmið er auka hlutdeild almenningssamgangna í ferðum milli byggða á Íslandi og stuðla þannig að umhverfisvænni, öruggari og þjóðhagslega hagkvæmari umferð um allt land, samkvæmt tilkynningu frá samgönguráðuneytinu.

Í tillögunum er gert ráð fyrir að innanlandsflugið verði niðurgreitt í „risavaxinni aðgerð“:

„Fargjöld í almenningssamgöngum verða lækkuð og þjónustan þannig gerð aðgengilegri almenningi. Niðurgreiðsla flugfargjalda í innanlandsflugi er risavaxin aðgerð sem mun að líkindum auka mjög á möguleika almennings á að nýta sér samfélagslega þjónustu sem oftar en ekki er einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu. Sömuleiðis er litið til þess í stefnumótuninni að verðlagi í öðrum samgöngumátum sé stillt í hóf og að það sé samkeppnishæft við ferðalög með einkabíl.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir stefnuna rökrétt framhald af nýrri samgönguáætlun sem Alþingi hefur samþykkt. Í grein sem ráðherra skrifaði í Fréttablaðið í dag segir: „Sterkt almenningssamgöngukerfi um land allt, sem tengir saman byggðakjarna landsins og höfuðborgarsvæðið við landsbyggðina, er forsenda þess að jafna stöðu landsmanna og færa okkur nær hvert öðru. … Nýrri stefnu ríkisins um almenningssamgöngur sem mótuð hefur verið í fyrsta sinn er ætlað að tryggja að þær verði raunhæfur valkostur fyrir alla landsmenn.“

Eitt leiðarkerfi og sameiginleg upplýsingagátt
Í nýju stefnumótuninni er miðað við að þróa eitt samtengt leiðarkerfi á landi, láði og legi. Skilgreindar eru fimm stærri skiptistöðvar á landinu þar sem huga þarf að því að skipuleggja samgöngumiðstöðvar. Þær eru á höfuðborgarsvæðinu, Borgarnesi, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi. Sjö minni skiptistöðvar yrðu einnig í kerfinu fyrir afmarkaðri svæði.

Stefnt er að því að öllum upplýsingum um áfangastaði og tímasetningar í leiðarkerfi almenningssamgangna verði á einni sameiginlegri upplýsingagátt. Á þeim vef verði hægt að fá ferðatillögur í rauntíma, sem tengir saman mismunandi leiðir og ferðamáta og bjóði upp á kaup á farmiðum alla leið.

Skýrsla og tillögur í samráðsgátt
Hægt er að kynna sér skýrslu og tillögur starfshópsins um heildstæða stefnu í almenningssamgöngum í samráðsgátt stjórnvalda. Öllum er frjálst að senda inn umsögn eða ábendingar. Umsagnarferlið er opið í þrjár vikur til og með fimmtudagsins 7. mars.

Ferðumst saman – drög að stefnu í almenningssamgöngum á Íslandi í samráðsgátt stjórnvalda

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?