fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Samtök atvinnulífsins hnýta í ASÍ: Íslendingur mun skemur en Finni að vinna fyrir matarkörfunni

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 14:45

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) birta í dag einskonar mótsvar við nýlegri könnun ASÍ á matvöruverði á Norðulöndunum, en þar kom í ljós að íslenska matarkarfan er 67 prósentum dýrari en í Helsinski í Finnlandi.

SA hefur reiknað út að það taki Finna 9.5 klukkustundir að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum á matvöru, en aðeins átta klukkustundir fyrir Íslending:

„Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi. Samkvæmt reiknivél velferðarráðuneytisins ver barnlaus einstaklingur 34.600 kr. á mánuði í kaup á mat og drykk. Í Finnlandi ætti sambærilegur einstaklingur að verja 30% lægri fjárhæð til kaupa á þessum vörum, þ.e. 26.500 kr. Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klst. að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klst. að vinna fyrir sömu vörukörfu.“

Þá segir á vef SA að lífskjör á Íslandi séu með þeim bestu í heiminum og að í „sanngjörnum samanburði“ standi Ísland vel:

„Samanburður verðlags og launa milli landa sýnir að lífskjör á Íslandi eru meðal þeirra allra bestu í heiminum. Samanburður umræddrar könnunar ASÍ á vöruverði nokkurra landbúnaðarafurða á Norðurlöndum gefur hið gagnstæða til kynna, þ.e. að á Íslandi séu lífskjör ekki góð í Norðurlandasamanburði. Það er sem betur fer ekki rétt. Sanngjarn samanburður á verðlagi milli landa verður að byggja á því að bæði verðlag og laun eru mismunandi eftir löndum og kaupmáttur launa því aðalatriðið. Í þeim samanburði stendur Ísland vel.“

 

Fréttin öll á vef SA:

„Samkvæmt nýlegri könnun verðlagseftirlits ASÍ var verð á tiltekinni matvörukörfu, sem einkum stóð saman af mjólkurafurðum, kjöti, ávöxtum og rótarávöxtum, 67% dýrari í Reykjavík en Helsinki í byrjun desember 2018.

Ekki eru ný tíðindi að verðlag sé hátt á Íslandi samanborið við aðrar þjóðir. Í alþjóðlegum samanburði á lífskjörum verður þó að líta til fleiri þátta en verðlags því mestu skiptir hver kaupgetan er gagnvart vörum og þjónustu sem heimilin þarfnast.

Samanburður verðlags og launa milli landa sýnir að lífskjör á Íslandi eru meðal þeirra allra bestu í heiminum.

Alkunn staðreynd er að verðlag í ríkjum þar sem laun eru há er verðlag einnig hátt og í ríkjum með lág laun er verðlag lágt. Sem dæmi má nefna að í A-Evrópuríkjunum, þar sem launastig er 10-20% miðað við ríki með hæst laun, er verðlag 70-90% af meðalverðlagi ESB-ríkjanna. Kaupmáttur láglaunaríkja ESB er þar af leiðandi mun lakari en í hálaunaríkjunum, þar sem launamunurinn er margfalt meiri en munurinn á verðlaginu.

Samkvæmt samanburði hagstofu ESB á verðlagi í ESB og EFTA ríkjunum eru mat- og drykkjarvörur á Íslandi 55% dýrari en að meðaltali í ESB-ríkjunum og í Noregi 66% dýrari, en þau ásamt Sviss og Lúxemborg greiða hæst laun meðal samanburðarríkjanna. Há laun á Íslandi vega upp hátt verðlag á þannig að kaupmáttur launa, leiðréttur fyrir misháu verðlagi var sá þriðji hæsti á Íslandi árið 2017. Aðeins í Sviss og Lúxemborg var kaupmáttur launa hærri það ár.

Samkvæmt upplýsingum OECD var meðaltímakaup eftir tekjuskatt 55% hærra á Íslandi en í Finnlandi og verðlag á mat og drykkjarvöru 30% hærra skv. upplýsingum hagstofu ESB. Kaupmáttur launa gagnvart mat- og drykkjarvörum var þannig 20% hærri á Íslandi en í Finnlandi. Samkvæmt reiknivél velferðarráðuneytisins ver barnlaus einstaklingur 34.600 kr. á mánuði í kaup á mat og drykk. Í Finnlandi ætti sambærilegur einstaklingur að verja 30% lægri fjárhæð til kaupa á þessum vörum, þ.e. 26.500 kr. Í ljósi hærra tímakaups á Íslandi en í Finnlandi tók það meðal Íslending 8 klst. að vinna fyrir mánaðarlegum útgjöldum til mat- og drykkjarvara en það tók Finnann 9,5 klst. að vinna fyrir sömu vörukörfu.

Samanburður verðlags og launa milli landa sýnir að lífskjör á Íslandi eru meðal þeirra allra bestu í heiminum. Samanburður umræddrar könnunar ASÍ á vöruverði nokkurra landbúnaðarafurða á Norðurlöndum gefur hið gagnstæða til kynna, þ.e. að á Íslandi séu lífskjör ekki góð í Norðurlandasamanburði. Það er sem betur fer ekki rétt.

Sanngjarn samanburður á verðlagi milli landa verður að byggja á því að bæði verðlag og laun eru mismunandi eftir löndum og kaupmáttur launa því aðalatriðið. Í þeim samanburði stendur Ísland vel.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við