fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fjármálaráðuneytið: Laun á Íslandi hækkað um 80% í evrum talið frá 2013

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laun á Íslandi hækkuðu um 80% í evrum talið á tímabilinu 2013-2017 sé tekið mið af tölum Eurostat um launakostnað á vinnustund innan viðskiptahagkerfisins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, en tímasetningin er varla tilviljun, í miðjum kjaraviðræðum.

Styrking krónunnar er sögð hafa valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt á sama tíma og laun hækkuðu mikið.

„Hvergi í Evrópu hækkuðu laun jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. Hátt launastig hér á landi í alþjóðlegum samanburði endurspeglar sterka stöðu þjóðarbúsins og hátt raungengi sem er ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd.“

Þá segir einnig:

„Verðlag á Íslandi var 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017 samkvæmt rannsókn evrópsku hagstofunnar Eurostat sem hefur verið í umræðunni að undanförnu. Í þeim samanburði er verðlag í krónum umreiknað í verðlag í evrum og því hafa gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þennan samræmda mælikvarða. Styrking krónunnar á árunum 2013-2017 hefur aftur á móti stuðlað að lægra vöruverði hér á landi í íslenskum krónum og þannig aukið kaupmátt heimilanna. Afnám tolla og vörugjalda hefur stuðlað enn frekar að lægra vöruverði í mikilvægum vöruflokkum eins og komist er að í skýrslu Hagfræðistofnunar.“

Sterkt raungengi krónunnar í sögulegu samhengi endurspeglar ekki síst viðsnúning í viðskiptajöfnuði á undanförnum árum og sterka stöðu þjóðarbúsins. Laun hafa enda hækkað meira en verðlag eins og sést á meðfylgjandi mynd. Árið 2017 var launakostnaður á hverja vinnustund í evrum talið 74% hærri á Íslandi en að meðaltali í löndum ESB.

 

Þrátt fyrir hátt verðlag hér á landi er velsæld hér á landi því mikil í alþjóðlegum samanburði sem endurspeglast meðal annars í tölum um neyslu. Ísland var í sjötta sæti meðal Evrópuríkja í tölum Eurostat um einstaklingsbundna neyslu á mann árið 2017 og í öðru sæti meðal Norðurlandanna á eftir Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?