fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Áslaug Arna: „Af­leiðing­ar sósí­al­isma eru alltaf þær sömu fyr­ir al­menn­ing; eymd, volæði og hung­ur“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 09:55

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkisnefndar, skrifar um ástandið í Venesúela í Morgunblaðið í dag. Tilefnið er stuðningur Íslands við Juan Guaidó sem nýs forseta landsins til bráðabirgða, sem ýft hefur fjaðrir sósíalista hér á landi, sem segja Guaido strengjabrúðu Bandaríkjamanna og að um sé að ræða valdarán í anda heimsvaldastefnu þeirra, sem sjá megi árangurinn af í löndum á borð við Írak og Líbýu. Fáir þeirra treysta sér þó til að halda hlífiskildi yfir Nicolás Maduro, forseta landsins síðan 2013.

Áslaug segir engu líkara en að íslenskir sósíalistar telji eymd íbúa Venesúela þess virði, svo framarlega sem hin kapítalísku Bandaríki haldi sig á mottunni:

 „Á sama tíma og vest­ræn lýðræðis­ríki lýsa yfir stuðningi við Juan Guaidó reyna marg­ir, sem all­ir eiga það sam­eig­in­legt að styðja sósíal­íska hug­mynda­fræði, að gera lítið úr af­leiðing­um sósíal­ískr­ar stefnu stjórn­valda í Venesúela og snúa umræðunni í ein­hvers kon­ar andúð á heimsvalda­stefnu Banda­ríkj­anna. Það er engu lík­ara en að þess­ir aðilar trúi því að eymd íbúa Venesúela sé þess virði svo lengi sem Banda­ríkja­menn skipti sér ekki af mál­um.“

Áslaug segir meginástæðuna fyrir vanda landsins vera stefnu sósíalista, en Venesúela var eitt ríkasta land heims um miðja síðustu öld. Nú ríki hinsvegar hungursneið í landinu, „hung­ur í boði hug­mynda­fræði sem hef­ur alltaf haft slæm­ar af­leiðing­ar fyr­ir al­menn­ing,“ segir Áslaug en milljónir hafa flúið landið hvers innviðir eru í molum og ríkir þar fullkomin upplausn:

„Önnur ol­íu­ríki hafa einnig fundið fyr­ir lækk­un olíu­verðs án þess þó að efna­hag­ur þeirra hafi hrunið eins og spila­borg. Slæm efna­hags­stjórn og spill­ing eru þó ekki einu af­rek sósí­al­ista í land­inu á síðustu árum. Með því að beita bæði her og glæpa­gengj­um hafa stjórn­völd níðst á al­menn­ingi í land­inu með of­beldi, kúg­un og niður­læg­ingu. Slík hegðun kom til löngu áður en efna­hag­ur lands­ins fór í vaskinn,“

segir Áslaug og tekur fram hversu gallaða hugmyndafræði hún telur sósíalisma vera:

„Staðreynd­in er sú að við erum í enn eitt skiptið að sjá skips­brot sósí­al­ism­ans. Af­leiðing­ar sósí­al­isma eru alltaf þær sömu fyr­ir al­menn­ing; eymd, volæði og hung­ur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við