fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Vigdís Hauksdóttir: Kosningarnar í Reykjavíkur gætu verið dæmdar ólöglegar og þurft að kjósa aftur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 14:00

Vigdís Hauksdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar stjórnvald sendir út svona tölvupóst eða bréf þá eru það ákveðin skilaboð um að stjórnvaldið óski eftir stuðningi. Síðan var farið út í það að stækka útsendingar og senda á þá hópa þar sem Samfylkingin stendur höllustum fæti,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Vigdís ræddi í morgun á Bylgunni niðurstöðu Persónuverndar um útsendingar Reykjavíkurborgar á tiltekna hópa kjósenda fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að útsendingarnar hafi brotið í bága við lög.

Í þættinum var Vigdís spurð hvort ekki væri besta mál að hvetja fólk til að nýta kosningaréttinn. Vigdís sagði að það væri ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að standa í slíku: „Það er stjórnarskrárvarinn réttur okkar að kjósa eða kjósa ekki og það er líka ákveðin afstaða að sitja heima. Það á því ekki að vera með þessar hvatningar. Persónuvernd kemst að því að þessi skilaboð hafi verið mjög gildishlaðin – það var eins og þú væri að missa af einhverju stórkostlegu,“ sagði Vigdís.

Skilaboð með hvatningum um að nýta kosningaréttinn voru send á unga kjósendur, konur yfir áttrætt og alla erlenda íbúa í Reykjavík með kosningarétt. Voru ýmist send bréf í pósti eða sms. Í samskiptum borgarinnar við Persónuvernd voru tveir síðarnefndu flokkarnir ekki nefndir til sögunnar en átakið var víkkað út eftir að upphaflega var eingöngu ákveðið að miða á unga kjósendur.

Einnig hefur komið fram að kynningarfundur sem haldinn var í Ráðhúsinu fyrir erlenda íbúa var þakinn kosningaáróðri fyrir Samfylkinguna og veggpsjöldum með myndum af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Grafalvarlegt mál

„Það er að koma í ljós hvernig Samfylkingin rak sína kosningabaráttu en það er ólöglegt að koma svona skilaboðum til ákveðinna markhópa og það er brot á persónuverndarlögum. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Vigdís.

Þá segir Vigdís að borgin geti ekki skoðað sjálfa sig í þessu máli heldur hljóti það að koma til kasta stofnana á borð við sveitarstjórnarráðurneyti, dómsmálaráðuneyti og umboðsmann Alþingis.

„Þetta er enn einn áfellisdómurinn yfir störfum Dags B. Eggertssonar í borginni og sýnir að hann svífst einskis til að koma sínum málum áfram,“ segir Vigdís. Hún segist ætla að bíða eftir viðbrögðum stjórnsýslustofnana sem eru æðri borginni en segir að svo geti vel farið að síðustu borgarstjóranrkosningar verði dæmdar ógildar og kjósa verði á ný.

Hildur tjáir sig einnig um málið

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, tjáir sig einnig um málið og fer þungum orðum um framgöngu borgarinnar í eftirfarandi pistli á Facebook:

Á þeim örfáu mánuðum sem liðnir eru af kjörtímabilinu hefur stjórnsýsla borgarinnar fengið áfellisdóm frá héraðsdómi, Hæstarétti, umboðsmanni Alþingis, kærunefnd jafnréttismála, Persónuvernd, borgarskjalaverði og innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Hvert málið rekur annað.

Meirihlutinn sér ekkert ámælisvert við stjórnsýsluna og slær sér á brjóst með nýkynntum stjórnkerfisbreytingum. Þær muni umbylta stjórnkerfinu – lagðar verði niður þrjár skrifstofur og þrjú svið stofnuð í staðinn. Hvers konar tegund af þvættingi er þetta? Breytingin mun ekki fela í sér neina hagræðingu og mun að engu leyti draga úr umsvifum borgarkerfisins. Borgarbúar hafa af þessum sjónhverfingum nákvæmlega ekkert gagn.

Nýjasta dæmið er svo misbeiting opinbers fjár í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga. Í kosningum er eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálaflokka að koma kjósendum sínum á kjörstað. Kannanir sýndu að sterkasti kjósendahópur Samfylkingar var ungt fólk og konur eldri en 60 ára. Samfylking misnotaði almannafé til að auka kosningaþátttöku þessara tveggja kjósendahópa. Það er verulega alvarleg aðför að lýðræðinu. Hvenær er komið nóg?

Sjá úrskurð Persónuverndar í málinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við