fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Stephen Fry um pólitískan rétttrúnað – óttast að hann virki ekki

Egill Helgason
Mánudaginn 11. febrúar 2019 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Auðvitað vil ég að rasismi, kvenhatur, hómófóbía, transfóbía, andúð á útlendingum, fordómar, ofbeldi og  yfirgangur endi meðal manna. Vonandi erum við öll á sama máli um það. En spurningin er hvernig hægt er að ná slíku markmiði. Það sem ég felli mig ekki við við varðandi pólitískan rétttrúnað er ekki að hann sameinar svo margt sem ég hef eytt ævinni í að vera á móti: Skinhelgi, prédíkunartón, sjálfumgleði, dómhörku, smánun, einelti, fordæmingu, ásakanir án sannana, ritskoðun.

Helsta athugasemd mín felst í því að ég held að pólitískur rétttrúnaður virki ekki….“

Þetta er lausleg þýðing á orðum sem breski leikarinn og rithöfundurinn Stephen Fry lét falla í umræðum síðastliðið haust. Þessu hefur verið deilt býsna víða á netinu. Fry skýrir frá því að hann sé hommi, vinstri maður en þó á frekar linkulegan hátt. Hann segist vera viss um að margir vinstri menn verði ósáttir við sig. En orð hans eru umhugsunarverð á þessum miklu óþolstímum sem við lifum á.

 

https://www.youtube.com/watch?v=tPEHbJgomgA

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?