fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór sjálfkjörinn formaður VR

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 16:13

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framboðsfrestur vegna formanns- og stjórnarkjörs VR rann út á hádegi í dag. Aðeins einn lagði fram löglegt framboð til formennsku, sitjandi formaðurinn Ragnar Þór Ingólfsson og er hann því sjálfkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára.

 

Tilkynning VR

Kjörstjórn VR hefur úrskurðað eitt einstaklingsframboð til formanns VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 löglega fram borið en það er framboð Ragnars Þór Ingólfssonar og er hann því sjálfkjörinn formaður VR til næstu tveggja ára. Önnur framboð til formanns bárust ekki.

Þá hefur kjörstjórn VR fengið 16 einstaklingsframboð til stjórnar VR fyrir kjörtímabilið 2019-2021 og vinnur í að kanna lögmæti þeirra.

Fundur verður haldinn með frambjóðendum kl. 12.00 miðvikudaginn 13. febrúar nk. og verða nöfn frambjóðenda birt á vef VR að honum loknum.

Alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja í varastjórn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt