fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Halldór Benjamín: „Er í senn óskynsamleg og óverjandi ákvörðun að mínu mati“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 08:59

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Halldór Benjamín Þorbergsson, gagnrýnir harðlega ákvörðun bankaráðs Landsbankans um að hækka laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur bankastjóra, í tvígang um á innan við ári, um alls 82%. Fréttablaðið greinir frá.

„Fréttir sem berast af launahækkun bankastjóra Landsbankans eru slæmar. Að þetta gerist hjá banka í eigu ríkisins gengur þvert á vilja eiganda bankans og er í senn óskynsamleg og óverjandi ákvörðun að mínu mati,“

segir Halldór Benjamín, sem er gagnrýndur af verkalýðsforystunni fyrir að leggjast einnig gegn launahækkunum almennings í kjaraviðræðum. Segir hann þetta undantekningu á reglunni hjá stærstu fyrirtækjum landsins:

„Hækkunartakturinn stenst enga skoðun eða viðmið á vinnumarkaði. Til allrar hamingju er þetta undantekning frekar en regla hjá stærstu fyrirtækjum landsins. Það gerir hins vegar hvorki lítið úr alvarleika málsins né þeim dómgreindarbresti sem birtist í þessari ákvörðun,“

bætir Halldór við.

Búbót fyrir Lilju

Laun Lilju hækkuðu um rúmar 1,7 milljónir í tveimur skrefum, milli 1. júlí 2017 og apríl 2018 og hefur hækkunin verið harðlega gagnrýnd af verkalýðsforystunni einnig.

Kemur hún á versta tíma fyrir kjaraviðræðurnar sem þykja á viðkvæmu stigi, svo ekki sé tekið dýpra í árinni.

Halldór segir þó að laun Lilju séu ekki fordæmisgefandi fyrir vinnumarkaðinn:

„Svigrúm fyrirtækja til að hækka laun á almennum vinnumarkaði ræðst auðvitað ekki af ákvörðunum um laun landsbankastjóra sem SA hefur enga aðkomu að. Langflest fyrirtæki á Íslandi eru lítil og meðalstór og aðstæður hafa farið versnandi í hagkerfinu. Efnahagsuppsveiflunni er lokið og kjarasamningar verða að taka mið af þeirri efnahagslegu staðreynd. SA hafa á undanförnum árum hvatt til þess að launahækkanir stjórnenda væru í takti við aðrar hækkanir sem almennt hafa verið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu

Jóhann Páll skrifar: Höggvum á skriffinnsku í heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“

Jón Gnarr um framboð Katrínar – „Þetta stríðir gegn einhverju sem mér finnst eðlilegt og rétt“