fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Flestir vilja notaða díselbíla – Rafmagnsbílar sækja í sig veðrið

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 15:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi á notuðum rafbílum fer vaxandi en þeim fækkar sem sækjast eftir notuðum bensínbílum. Þetta kemur fram í Bílakaupakönnun MMR 2018-19. Eftirspurn eftir notuðum rafbílum hefur aukist árlega frá árinu 2015 en af þeim svarendum könnunarinnar sem kváðust hyggja á kaup á notuðum (en ekki nýjum) bíl á næstu þremur árum kváðust 26% líkleg til að kaupa rafdrifinn bíl. Áhugi fyrir notuðum bensínbílum minnkar um 13% á milli ára en 29% svarenda í nýafstaðinni könnun kváðust líkleg til að kaupa bensínbíl, samanborið við 42% í könnun síðasta árs. Flestir kváðust þó líklegast að þeir myndu kaupa sér notaðan díselbíl á næstu þremur árum eða 44%. Þá kváðust 2% líklegust til að kaupa notaðan metanbíl.

Munur eftir lýðfræðihópum

Á meðal þeirra sem hyggja á kaup á notuðum bíl á næstu þremur árum reyndust konur (35%) líklegri en karlar (19%) til að telja rafbíla verða fyrir valinu. Karlar (52%) reyndust hins vegar öllu líklegri til að hyggja á kaup á díselbíl heldur en konur (32%).

Áhugi á díselbílum fór minnkandi með auknum tekjum en um helmingur svarenda með 600 þúsund eða minna í heimilistekjur á mánuði kvaðst líklegur til að kaupa díselbíl, samanborið við 44% þeirra með 600-999 þúsund í heimilstekjur og 35% þeirra með yfir eina milljón. Þá voru svarendur með 600-999 þúsund í heimilistekjur líklegri en svarendur annarra hópa til að segja rafbíla líklega verða fyrir valinu við kaup á notuðum bílum (36%) en þeir með eina milljón eða meira voru líklegastir til að hallast að bensínbílum (36%).

Þá kváðust tæplega tveir af hverjum þremur svarendum sem búsettir voru á landsbyggðinni (60%) líklegir til að festa kaup á díselbíl, samanborið við um þriðjung þeirra af höfuðborgarsvæðinu (32%). Íbúar höfuðborgarsvæðisins sem hyggja á kaup á notuðum bílum kváðust hins vegar líklegri til að kaupa bíla sem nýta bensín (34%) eða rafmagn (31%) sem orkugjafa heldur en þau af landsbyggðinni (21% bensín, 19% rafmagn).

 

Um Bílakaupakönnun MMR:

Markmið Bílakaupakönnunar MMR er að meta markaðslega stöðu íslenskra bílaumboða og vörumerkja þeirra með því að kanna vörumerkjavitund, ímynd umboða, kaupáform neytenda og helstu samkeppnisaðila með rýni í valsett neytenda. Könnuninn í heild telur 25 mæld atriði og er endurtekin árlega. Skýrsla með niðurstöðum könnunarinnar í heild er fáanleg hjá MMR (nánari upplýsingar í síma 578 5600 eða á info@mmr.is).

 

Upplýsingar um framkvæmd:

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 2061 einstaklingur
Dagsetning framkvæmdar: 4. til 14. janúar 2019

Eldri kannanir sama efnis:
2018 janúar: MMR könnun: Sífellt fleiri vilja rafmagnsbíla

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við