fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Endurkoma útrásarvíkinga kalli á skýrari lagaramma utan um viðskiptalífið

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 11. febrúar 2019 18:00

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, kallar eftir skýrari lagaramma þegar kemur að viðskiptalífinu og setur í samhengi við endurkomu þeirra aðalpersóna sem mest höfðu sig frammi í aðdraganda hrunsins.

Greint hefur verið frá endurkomu Jóns Ásgeirs Jónssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar undanfarnar vikur svo einhverjir séu nefndir

Sjá nánar: Hreiðar Már laumar sér aftur í viðskiptalífið – Haslar sér völl í Stykkishólmi

Sjá nánar: Hagar hafna Jóni Ásgeiri

Sjá nánar: Bakkavararbræður sagðir huldumennirnir á bakvið Dekhill Advisors

Skilningssljóir vinstriflokkar

Styrmir segir ljóst að lagaramminn sé ófullnægjandi og að vinstriflokkarnir séu sérstkalega skilningssljóir þegar kemur að þessu:

„Það hefur lengi verið ljóst bæði fyrir og eftir hrun, að sá lagarammi, sem er til staðar utan um viðskiptalífið hér á Íslandi er mjög ófullnægjandi. Fyrir hrun urðu til viðskiptasamsteypur af þeirri tegund hér, sem ekki hefðu getað orðið til í Bandaríkjunum, háborg kapítalismans, vegna margvíslegra lagaákvæða, sem hefðu hindrað slíkt. Umræður um fjölmiðlalögin svonefndu leiddu í ljós alvarlegan skilningsskort á þessum málum hér og þá ekki sízt hjá vinstri flokkunum. Við yfirlestur á umræðum um þau mál á Alþingi kom þó í ljós að Samfylkingin var mun ver stödd að þessu leyti en VG.“

Hann segir litla umræðu um málið á pólitískum vettvangi og segir það barnaskap um að kenna:

„Síðustu ár sýna að þeir sem mest komu við sögu í hruninu vinna nú markvisst að endurkomu. Svo aftur sé vísað til Bandaríkjanna mundi það ekki þykja sjálfsagt þar vegna margvíslegra lagaákvæða og reglna.

Þessir þættir sem snerta viðskiptalífið hér hafa nánast ekkert verið til umræðu á hinum pólitíska vettvangi. Það er ekki auðvelt að átta sig á því hvað veldur. Að einhverju leyti kann þekkingarskortur að ráða þar ferð og jafnvel barnaskapur en svo má vel vera að einhverjir sjái enga ástæðu til að herða þennan lagaramma. Þeir hinir sömu geta þó varla talið að það sé ástæðulaust með öllu að ræða þessi mál.“

Styrmir segir það varla líðast að umræðan  sé ekki tekin um málið, nú þegar aðalleikendur hrunsins snúi til baka:

„Eftir það sem á undan er gengið mundu almennir borgarar í okkar samfélagi tæpast taka því vel að endurkoman yrði án þess að þessi mál yrðu a.m.k. rædd fyrir opnum tjöldum. Getur verið að á Alþingi í dag séu engir þingmenn, sem sjái hvað hér getur verið að gerast?“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við