fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Vilhjálmur um „snillingana“ í Seðlabankanum: „Þvílík hræsni sem vellur upp úr þessu fólki“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. febrúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýnir seðlabankastjóra harðlega vegna ummæla hans um að ekki sé hægt að verða við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um launahækkanir, ef ekki eigi illa að fara. Verkalýðsforystan hefur brugðist hart við orðum Más Guðmundssonar og segir Vilhjálmur að um botnlausan hræðsluáróður að ræða:

„Það er þyngra en tárum taki að í hvert og eitt einasta skipti sem verkafólk á hinum almenna vinnumarkaði er með lausa kjarasamninga þá spretta snillingarnir í Seðlabankanum fram með grímu- og botnlausan hræðsluóróður um að ef laun almenns verkafólks hækki sem einhverju nemi þá sé framundan óðaverðbólga, aukið atvinnuleysi, minni hagvöxtur og önnur óáran sem myndi herja á íslenskt efnahagslíf.“

Vilhjálmur segir að mat Seðlabankans sé að efnahagslegur stöðugleiki hvíli einungis á herðum lágtekjufólks, meðan allir aðrir séu stikkfrí. Segir hann það vera grátbroslegt, þegar launahækkanir í bankanum séu bornar við launahækkanir verkafólks á vinnumarkaði.

„Árið 2011 til ársins 2017 hafa launataxtar verkafólks hækkað um 84.701 krónu eða sem nemur 48% Hins vegnar hafa laun Seðlabankastjóra sem varar enn og aftur við of miklum launahækkunum verkafólks hækkað um 780 þúsund á mánuði eða sem nemur 60% á sama tímabili. Einnig er rétt að geta þess að meðallaun starfsmanna Seðlabankans hafa hækkað um 361 þúsund á mánuði eða sem nemur 59% frá sama tímabili. Svo koma þessir snillingar og tala enn og aftur um að verkafólk sé að ógna íslenskum stöðugleika og vara við of miklum launahækkunum, þvílík hræsni sem vellur upp úr þessu fólki.“

Lækka þurfi stýrivexti

Þá átelur Vilhjálmur Seðlabankann fyrir vaxtastefnu sína, sem sé allt önnur en á hinum Norðurlöndunum:

„Hvernig væri fyrir Seðlabankann að svara því af hverju íslenskir neytendur þurfa að greiða yfir 3% hærri raunvexti en gerist á Norðurlöndunum. En eins og flestir vita þá skulda íslensk heimili um 2000 milljarða sem þýðir að heimilin eru að greiða um 60 milljörðum meira í vaxtakostnað en neytendur á Norðurlöndum. Ætlar Seðlabankinn að halda því fram að okurvextir hafi ekki einnig neikvæð áhrif á fyrirtækin til að greiða launafólki mannsæmandi laun? Ætlar Seðlabankinn að einnig að halda því fram að hátt vaxtastig leiði ekki til hærra vöruverðs og þar af leiðandi til aukinnar verðbólgu?“

spyr Vilhjálmur og nefnir að hátt vaxtastig hafi neikvæð áhrif og á endanum séu það neytendur sem borgi brúsann:

„Hvernig væri að Seðlabankinn myndi lækka stýrivextina niður í það sama og er á Norðurlöndunum sem eru um eða rétt yfir 0%. Hvernig væri að stjórnvöld, sveitarfélög, verslunareigendur og aðrir þjónustuaðilar myndu lækka gjaldskrár og vöruverð hjá sér, en eins og fram hefur komið er matarverð 40 til 70% dýrara en á Norðurlöndum.“

Lækkun gegn lækkun

Vilhjálmur gefur það út að ef Seðlabankinn lækki stýrivexti, muni verkalýðsforystan lækka kröfugerð sína:

„Gerið þetta og þá er morgunljóst að við gætum lækkað kröfugerð okkar, enda gengur hún út á að fólk geti framfleytt sér frá mánuði til mánaðar og haldið mannlegri reisn.

En það ekki hægt á meðan Seðlabankinn hugsar einungis um fjármálalegan stöðugleika fjármálakerfisins en skeytir engu um fjármálalegan stöðugleika íslenskara heimila.

Með öðrum orðum hendið ykkur eins og skot í þessar aðgerðir íslenskum almenningi og launafólki til heilla og forðum íslenskum vinnumarkaði frá verkfallsátökum.

Boltinn er hjá stjórnvöldum, Seðlabankanum, sveitarfélögum og verslunareignendum. Eitt er víst að ábyrgð á efnahagslegum stöðugleika mun alls ekki enn og aftur hvíla einungis á herðum verkafólks og íslenskra heimila!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við