fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Ragnar Þór: „Fjölskyldan hefur 4 daga til að svara. Hinn valkosturinn er gatan!“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 8. febrúar 2019 11:15

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur lengi óskað eftir raunarsögum fólks í samskiptum sínum við leigufélögin hér á landi. Í dag skrifar hann um bréf sem Almenna leigufélagið sendi á fjölskyldu eina og virðist honum ekki skemmt yfir þeim kröfun og skilyrðum sem sett eru fram í bréfinu.

Spyr hann hvort launakröfur verkalýðshreyfingarinnar séu virkilega svo „sturlaðar“ eða hvort það sé kannski samfélagið sem við búum í:

„Nú er Almenna leigufélagið/Gamma/Kvika byrjað að senda sína árlegu hugvekju til viðskiptavina sinna eins og þeir gerðu fyrir 12 mánuðum, 24 mánuðum og 36 mánuðum síðan. Í þetta skipti fékk ég sent afrit af tölvupóstsamskiptum þar sem þeir bjóða „nýjan“ leigusamning sem hækkar um 20 þúsund krónur á mánuði umfram verðbætur á milli ára. Það er ljóst að krafan um 42.000 kr. Launahækkun mun varla duga til að standa undir þessum eina kostnaðarlið hjá þessari fjölskyldu. Fjölskyldan hefur 4 daga til að svara. Hinn valkosturinn er gatan! Eru það það kröfur verkalýðshreyfingarinnar sem eru svona sturlaðar eða samfélagið sem við búum í?“

Þá hvetur Ragnar fólk til að senda sér afrit af bréfum leigufélaganna þar sem farið sé fram á hækkun húsleigu langt umfram það sem „eðlilegt“ geti talist og segist ekki ætla að taka slíkum yfirgangi:

„Við munum ekki taka þessu ofbeldi þegjandi og hljóðalaust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“