fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Almenningur greiði 75 milljarða í skatt á fimm árum vegna veggjalda og Borgarlínu

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 7. febrúar 2019 09:40

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, bendir á að samkvæmt vegatollahugmyndum ríkisstjórnarinnar, muni almenningur koma til með að greiða hátt í 75 milljarða í gegnum skattlagningu næstu árin, þegar Borgarlínan er talin með:

„Ríkisstjórnin stefnir að því að innheimta tæpa 60 milljarða króna á næstu fimm árum í gegnum vegatolla samkvæmt nefndaráliti Jóns Gunnarssonar. Að lágmarki. Í álitinu kemur fram að stefna eigi að því að leggja á vegatolla innan Reykjavíkur til að fjármagna um 14 milljarðar króna hlut ríkisins við lagningu Borgarlínu á sama tíma. Tillagan er því um 70 til 75 milljarða króna skattlagningu á næstu fimm árum, 14-15 milljarða króna á ári, skattur sem alþýða manna þarf að borga.“

Fyrirtækin sleppi billega

Þá bendir Gunnar á að fyrirtæki sem notist við stór farartæki í sinni starfssemi, sem slíti vegum meira en venjulegur fólksbíll, þurfi ekki að greiða veggjöld í samræmi við þyngd ökutækis og þar með muni almenningur niðurgreiða veggjöldin fyrir fyrirtækin:

„Ekki er gert ráð fyrir að vöruflutningabifreiðar eða fólksflutningarútur þurfi að greiða gjald í takt við slit á vegum, sem þessi þungu farartæki valda. Innan vegatolla-kerfisins er því almenningur að greiða niður not fyrirtækjaeigenda af vegakerfinu.“

Þá amast Gunnar Smári við þessari skattatilfærslu á almenning og kallar eftir hærri skattheimtu á hina efnameiri:

„Og innan skattkerfisins eru vegatollar framhald af stóru skattatilfærslu nýfrjálshyggjuáranna; þar sem skattbyrðinni var létt af hinum ríku, fyrirtækja- og fjármagnseigenda, yfir á launafólk og almenning. Þessi ríkisstjórn hefur lækkað veiðigjöld og stendur vörð um lægstu fjármagnstekjuskatta í okkar heimshluta, lægsta tekjuskatt á fyrirtæki og engan eigna- eða auðlegðarskatt. Vegatollar er tillaga um stórfellda skattheimtu af almenningi til að fjármagna skattaafslætti til hinna ríku. Þeir koma vegaframkvæmdum ekkert við. Ef þið viljið leggja vegi eða bora göt eru nógir peningar til til þess nú þegar. Ef þið viljið leggja fleiri vegi og bora fleiri göt getið þið innheimt skatta af hinum ríku í takt við það sem gert er í nágrannalöndum okkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við