fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Íþróttafélag Reykjavíkur fær fjölnota íþróttahús

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verksamningur um byggingu fjölnota íþróttahúss og hliðarbyggingu var í gær formlega undirritaður í húsakynnum ÍR í Suður-Mjódd. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Hans Christian Munck forstjóri, skrifuðu undir verksamning, byggingafyrirtækið Munck varð hlutskarpast í alútboði fyrr í vetur um hönnun og framkvæmdir við íþróttahúsið og hliðarbygginguna, samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Íþróttahúsið verður rúmir 4.300 fermetrar að stærð og hliðarbygging þess tæpir 1.300 fermetrar. Heildarkostnaður við þessi mannvirki er áætlaður 1,2 milljarður króna.

Húsið samanstendur af fjölnota íþróttasal, sem er á stærð við hálfan knattspyrnuvöll,  auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins. Tveggja hæða hliðarbygging verður meðfram eystri langhlið salar og er í henni meðal annars gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal, geymslurýmum, tæknirými, salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu. Íþróttahúsið á að verða fullklárað og rekstrarhæft í ársbyrjun 2020.

Á svæði ÍR í Suður Mjódd er einnig verið að búa til nýjan frjálsíþróttavöll ásamt þjónustuhúsi, sem nú þegar er uppsteypt. Frjálsíþróttavöllinn verður tekinn í notkun í júlí í sumar. Einnig er gert ráð fyrir byggingu íþróttahúss með parketgólfi með áhorfendasætum, en ekki hefur verið tímasett hvenær þær framkvæmdir hefjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við