fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Af hverju er matur svona dýr á Íslandi?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 19:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við hljótum að leita djúpt og alvarlega að skýringunum á því að verðlag á matvælum mælist hér svo miklu hærra en á hinum Norðurlöndunum.

Einhver verðmunur væri kannski skiljanlegur – hér býr fátt fólk, við erum býsna langt frá stærstu mörkuðum, við höfum óstöðugan gjaldmiðil, fjármagnskostnaður er hár. Jú, og hér ríkir fákeppni á mörgum sviðum.

Þetta getur skýrt hið háa verðlag að einhverjum hluta. En munurinn í könnun ASÍ er svo himinhrópandi að það hlýtur fleira að koma til. 67 prósenta munur á vörukörfunni milli Reykjavíkur og Helsinki, 40 prósent milli Reykjavíkur og Osló.

Osló er ein dýrasta borg í heimi og þar eru laun nokkuð miklu hærri en á Íslandi.

Kjarasamningar eru nú í bígerð. Maður er ekkert alltof bjartsýnn á að þeir fari vel. Lækkað matarverð væri alvöru kjarabót sem kæmi allri alþýðu vel. Einu sinni var talað um að Jóhannes í Bónus hefði áorkað meiru á sínum tíma en verkalýðshreyfingin. Vantar ekki einhvers konar byltingu á matvörumarkaði?

En hér er semsagt auglýst eftir skýringum – af hverju er þetta svona dýrt hjá okkur?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt