fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

30 milljónir settar í eftirlit með heilsugæslu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita 30 milljónir króna til að sinna eftirliti með því að þjónusta og rekstur heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé samræmi við Kröfulýsingu vegna rekstrar heilsugæsluþjónustu. Kröfulýsingin tók gildi í tengslum við breytt fjármögnunarkerfi heilsugæslunnar sem innleitt var í ársbyrjun 2017.

Fjármögnunarkerfið byggist á því að framlög til einstakra heilsugæslustöðva ræðst af samsetningu notendahópsins sem þar er skráður og líklegri þörf hópsins fyrir þjónustu. Ef hlutfall aldraðra er t.d. hátt í þjónustuhópnum, eða hátt hlutfall einstæðra foreldra eða öryrkja hefur það áhrif á fjármögnun stöðvarinnar. Fjármögnunin tekur þannig mið af ýmsum þekktum breytum sem vitað er að hafa áhrif á kostnað við þjónustu heilsugæslustöðva. Í þessu felst að heilsugæslustöð fær meira greitt fyrir sjúkling sem er t.d. aldraður með þunga sjúkdómsbyrði heldur en þann sem er á besta aldri og almennt við góða heilsu.

Í kröfulýsingunni sem gildir jafnt um opinberar og einkareknar heilsugæslustöðvar, eru tilgreindir þeir lágmarksþættir sem falla undir þjónustu heilsugæslustöðva og lýst þeim kröfum sem gerðar eru til rekstraraðila við framkvæmd og útfærslu heilsugæsluþjónustu.

Samkvæmt ákvörðun heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands og Embætti landlæknis annast formlegt eftirlit með því að heilsugæslustöðvar starfi í samræmi við gildandi kröfulýsingu og uppfylli öll skilyrði sem þar eru tilgreind. Helstu þættir eftirlitsins munu felast heimsóknum á heilsugæslustöðvar til að taka út starfsemi þeirra, gerð þjónustukannana, auk þess að rýna og hafa eftirlit með skráningu stöðvanna á gögnum og upplýsingum, ásamt öðum athugunum á innri þáttum starfsemi þeirra.

Sjúkratryggingar Íslands birtu í ágúst 2018 úttektarskýrslu um heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjallað var um reynsluna af breyttu fyrirkomulagi fjármögnunar eftir fyrsta árið frá innleiðingu þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við