fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Sjálfstæðismenn sagðir óánægðir með fjölmiðlafrumvarp Lilju

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 08:56

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óánægju gætir innan raða þingflokks Sjálfstæðisflokksins með fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra og ekki síst hvernig staðið var að kynningu þess. Er sagt að Lilja hafi ekki kynnt frumvarpið fyrir ríkisstjórninni fyrir blaðamannafundinn á fimmtudag, en Lilja sagði þó við það tækifæri að einhugur ríkti um frumvarpið. Fréttablaðið greinir frá.

„Það er mikill stuðningur frá Framsókn og VG. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar sagðist sáttur við frumvarpið þó að mætti gera meira í samtali við fjölmiðla,“

segir Lilja við Fréttablaðið, en umræddur formaður er Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Lilja vildi ekki kannast við óánægjuraddir en nefndi að fulltrúi frá fjármálaráðuneytinu hefði hjálpað til við vinnu frumvarpsins.

Að sögn Fréttablaðsins var frumvarpið rætt á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær og var sú skoðun látin í ljós að frumvarpið mætti sín lítils, ef ekkert yrði að gert varðandi stærð RÚV á auglýsingamarkaði, sem skekkti samkeppnina töluvert.

Frumvarpið á eftir að fara í gegnum þingið og ekki er loku fyrir það skotið að breytingar verði gerðar á því í þinglegri meðferð.

Ekki tímabært að ræða dagsetningar um RÚV

Starfshópur um rekstrarumhverfi fjölmiðla vann og gerði tillögur um breytingar þar um í fyrra, en meðal niðurstaðna starfshópsins var að RÚV þyrfti að fara af auglýsingamarkaði og hverfa yrði frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi.

Voru einkareknir fjölmiðlar sagðir búa við skakka samkeppnisstöðu vegna stöðu RÚV á markaði.

Ekki liggur fyrir hvenær frumvarpsdrög um stöðu RÚV verða kynnt, en málið er sagt til skoðunar, samkvæmt svari Lilju Alfreðsdóttur við fyrirspurn Eyjunnar:

„Markmiðið með aðgerðum í þágu fjölmiðla er að stuðla að stöðugleika á íslenskum fjölmiðlamarkaði og þá einnig í samhengi við hlutverk Ríkisútvarpsins. Málefni stofnunarinnar, þar með talin staða hennar á auglýsingamarkaði, eru til skoðunar og rýni í ráðuneytinu. Ekki er tímabært að ræða tímasetningar aðgerða enn sem komið er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við