fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Kolbrún hvetur meirihlutann til að sjá að sér: „Hverfið frá þessari hugmynd, hún er arfavitlaus“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hvetur stjórnarmeirihlutann í Reykjavík eindegið til að hverfa frá áformum um að setja upp listaverk sem innihalda pálmatré í glerhjúpum. „Hverfið frá þessari hugmynd, hún er arfavitlaus,“ segir Kolbrún við meirihlutann en hún hefur gert eftirfarandi bókun um málið:

„Borgarfulltrúa Flokks fólksins finnst það hjákátlegt að einungis sé verið að tala um að leggja „mat á raunhæfni“ vinningstilögunnar. Ekki er betur séð en almenningur og fjöldi sérfræðinga hafi nú þegar lagt mat á þetta verk og allt í sambandi við það. Það sem borgarmeirihlutinn þarf að gera er að hverfa frá þessu verkefni/ákvörðun umsvifalaust enda er hugmyndin arfavitlaus í víðum skilningi. Fyrst og fremst eru pálmatré, eins og þeir sem sýndir eru á vinningstillögunni, plöntur sem  þurfa ljós og nokkuð háan hita allt árið. Þetta  eru hitabeltisplöntur þar sem 12 tíma dagur er og 12 tíma nótt. Hér er allt önnur ljóslota sem hitabeltispálmar eru ekki lagaðir að. Pálmar er planta sem á ekki heima hér. Til að aðlaga ljóslotu að þessum plöntum, þarf að lýsa að vetri til og myrkva á sumrin. Með lýsingu og hitun að vetri til myndast móða innan á glerhjúpnum, nema að það sé hindrað með einhverjum kostnaðarsömum aðgerðum svo sem þreföldu gleri og loftblæstri? Annað sem nefna má í þessu sambandi er að þá daga sem glerið er hreint er það lítt sýnilegt fuglum og þeir munu því fljúga á það þegar þeir ætla að setjast í tréð og margir þeirra rotast. 

En þetta er bara brot af áhyggjuefni sem tengist þessu verkefni ef það verður að veruleika. Sennilega er allt hægt ef endalausir peningar eru til og allir sammála um að verja þeim í svona tilraunarverkefni sem er víst til að mistakast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn