fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Ísland styður Guaidó : „SVÍVIRÐILEGUR VESALDÓMUR!“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda að styðja Juan Guaidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sem næsta forseta landsins, fer ekki vel í Ögmund Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG.

Segir hann það svívirðilegan vesaldóm í pistli á heimasíðu sinni, að Ísland sjái ekki sóma sinn í að halda sér til hlés í þessum valdaskiptum Venesúela, sem Bandaríkjamenn og NATO standi að baki:

„Tilkynnt hefur verið að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að hlýða kalli um að fylkja sér á bak við ákvörðun Bandaríkjastjórnar að hrekja núverandi forseta Venesúela frá völdum og setja mann sér þóknanlegan í hans stað. Sannast sagna hélt ég að afhjúpun ósanninda um valdaskipti og tilraunir til valdaskipta í Írak, Líbíu, Sýrlandi og nú Venesúela, svo nýjustu dæmin séu nefnd, væri nóg til að íslensk stjórnvöld sæju sóma sinn í því að halda sér alla vega til hlés. Í öllum þessum dæmum var gerandinn hinn sami, bandalagsríki Íslands í NATÓ með Bandaríkin í broddi fylkingar. Réttast væri að mótmæla ofbeldinu og ósannindunum en lágmarkskrafa er að gerast ekki svo svívirðilega undirgefin heimsauðvaldinu sem þessi afstaða ríkisstjórnar og Alþingis ber vott um.“

Hátt ris, hátt fall

Ástandið í Venesúela er afar slæmt. Á örfáum árum hefur landið, sem var eitt það ríkasta í Suður-Ameríku, breyst í eitt það fátækasta, undir stjórn  sósíalistanna Hugo Chávez frá 2002 til 2013 og svo Nicolás Maduro, sem nýtur vaxandi óvinsælda í landinu, en hann varð ekki við þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu um að boða til lýðræðislegra kosninga.

Um stuðning sinn við Guaidó sagði Guðlaugur Þór Þórðarsson, utanríkisráðherra, við mbl.is:

„Við erum á sama stað og Norður­lönd­in og flest Evr­ópu­ríki þegar kem­ur að því að styðja Guaidó, við þess­ar aðstæður, sem for­seta, þangað til að nýj­ar lýðræðis­leg­ar kosn­ing­ar verða haldn­ar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt