fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Herkastalinn verður þá ekki að hóteli

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 23:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið merkilega hús Herkastalinn á mótum Túngötu og Aðalstrætis stendur nú autt. Það var keypt af fjárfestum á sínum tíma fyrir stóra upphæð, sjóði á vegum Gamma sem þá var aðalfyrirtækið í bænum – stóð víst til að breyta því í hótel. Kostaði 680 milljónir á núvirði.  Um það var hvíslað í hornum að þessi áform myndu kannski ekki endilega rætast. Húsið er gamalt og heldur illa farið, herbergin smá – það hefði þurft meiriháttar aðgerð til að breyta því í skikkanlegt hótel. Máski hefði verið nauðsyn að rífa allt innvolsið og byggja nýtt?

Kannski er skiljanlegt að Hjálpræðisherinn flutti – hann fékk jú gott verð. En þó hafði hann verið þarna frá upphafi vega og það er auðvitað þarna sem sollurinn er mestur og neyðin verst. Áfengissjúklingar, fíkniefnaneytendur og útigangsfólk leita í miðborgir þar sem ýmislegt fellur til sem hægt er að nota til að draga áfram lífið.

Nú les maður að áformin um að hótelvæða Herkastalann hafi dottið upp fyrir.  Húsið er aftur komið á sölu. Maður á svosem ekki von á að fjárfestarnir standi í röðum. Hugarfarið í samfélaginu hefur breyst dálítið síðan 2016 þegar það var selt – mesta þensluæðið er runnið af mönnum og frekar útlit fyrir offjárfestingar en hitt.

Herkastalinn hefur staðið þarna síðan 1916. Hann var svo stækkaður um fimmtán árum síðar. Þetta var gert eftir teikningum Einars Erlendssonar húsameistara – sá maður ólst upp í húsinu þar sem þessi pistill er skrifaður. En Hjálpræðisherinn var þarna á svæðinu frá því fyrir aldamótin, því fyrsti Herkastalinn var þarna á sama stað og var tekinn í notkun 1898. Þar fór fram trúboðsstarfsemi – og svo var gistiheimili í húsinu. Þetta hús var rifið til að rýma fyrir hinu nýja.

Hvað á að gera við þetta stóra hús í miðri borginni? Eins og segir þarf líklega mikið að lappa upp á það með tilheyrandi tilkostnaði. Slíkt er viðkvæmt mál nú eftir braggaófarirnar. En auðvitað væri hugsanlegt að þarna yrði starfað á anda þess sem áður var – þá sem skýli fyrir vegalaust fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við