fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Guðlaugur Þór kallaður á teppið til að útskýra mál sitt

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 19:00

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur verið boðaður á fund utanríkismálanefndar Alþingis á morgun, til að útskýra yfirlýsingu sína í gær, þar sem hann sagði Ísland styðja  Juan Gauidó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Venesúela, sem næsta forseta landsins í stað sósíalistans Nicolás Maduro.

Varaformaður utanríkisnefndar, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir við RÚV að Guðlaugur hafi ekki haft neitt samráð við nefndina vegna yfirlýsingar sinnar. Segir hún nefndina fyrst hafa fengið tölvupóst um málið í gærkvöldi, og minnisblað í fyrradag, sem var þó ekki um yfirlýsinguna sjálfa. Formaður nefndarinnar er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.

Rósa segist almennt vera talsmaður samráðs:

„Ég er mikil talsmanneskja þess og það er skýrt í þingsköpum að það þurfi að vera skýrt samráð við utanríkismálanefnd í stórum utanríkismálum,“

segir Rósa og nefnir að hún styðji einnig frjálsar kosningar í Venesúela og að þær fari fram sem fyrst.

Segir hún að þó þurfi að skýra ýmislegt, til að mynda sé mismunandi tónn í yfirlýsingum hinna Norðurlandanna:

„Þess vegna höfum við kallað eftir ráðherra á okkar fund á morgun í utanríkismálanefnd og hann hefur tekið vel í það. Þar munum við fara yfir þetta mál og þessa yfirlýsingu og hvað hún í raun og veru inniber. Ég styð það að við höldum okkur þétt við Norðurlöndin en það er vissulega mismunandi í þeirra yfirlýsingum þannig að við þurfum kannski að fá það líka á hreint.“

Svívirðilegur vesaldómur

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra VG, segir það vesaldóm hjá Guðlaugi að styðja valdaskiptin í Venesúela, sem séu að undirlagi Bandaríkjanna.

Segir hann stjórnvöld á Íslandi „svívirðilega undirgefin heimsauðvaldinu“ sem þessi afstaða  beri vott um.

Sjá einnig: Ísland styður Guaidó :„SVÍVIRÐILEGUR VESALDÓMUR!“

Katrín skuldi skýringar

Þá skrifaði Þorvaldur Þorvaldsson, stofnandi Alþýðufylkingarinnar, opið bréf til forsætisráðherra í Fréttablaðið í morgun, hvar hann segist ekki geta orða bundist yfir þessari ákvörðun Katrínar Jakobsdóttur, fyrir hönd Íslands, að taka sér það umboð til að útnefna forseta í Venesúela og „taka um leið undir hótanir um innrás í landið.“

Hann segir einnig:

„Þú veist að ákvörðun ykkar er brot á alþjóðalögum og brot á fullveldi þjóðar Venesúela. Þú veist líka þessi ákvörðun er vatn á myllu bandarískrar innrásar í landið til að komast yfir olíuauðlindir. Þú veist enn fremur að vandamál Venesúela stafa að miklu leyti af þvingunaraðgerðum gegn landinu, sem staðið hafa í meira en áratug, auk verðlækkunar á olíu á heimsmarkaði.“

Þá spyr Þorvaldur Katrínu hvort stríðin í Írak, Afganistan, Líbýu og Sýrlandi, þar sem íhlutun NATO og Bandaríkjanna hafi endað í blóðsúthellingum og hörmungum, séu þær fyrirmyndir sem hún vilji fylgja.

„Var það fyrir tóman misskilning sem við stóðum vikulega á mótmælafundum gegn yfirvofandi innás í Írak fyrir 16 árum? Eru íslensk sjórnvöld kannski bara á sjálfstýringu, sem er stillt í höfuðstöðvum NATO? Og er stjórnarandstaðan að sama skapi bara leikrit, sem flutt er til að skapa ímynd?“

Segir Þorvaldur að Katrín skuldi fólki í VG skýringar á þessari ákvörðun, sem og alþjóð allri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við