fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

15 ára Facebook

Egill Helgason
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stórafmæli í dag. Facebook er 15 ára. Upphaflega var það stofnað af ungum manni sem droppaði út úr Harvard til að háskólanemar gætu haft samskipti sín á milli. Nú eru notendurnir meira en 2 milljarðar. Facebook hefur gjörbreytt því hvernig samskipti okkar jarðarbúa eru. Við getum verið í stöðugu sambandi við vini okkar, bláókunnugt fólk líka – jafnvel óvini okkar. Þau byrja þegar við vöknum á morgnana og hætta ekki fyrr en rétt undir svefninn. Við þurfum ekki að fara út á torg til þess – torgið er á skjánum fyrir framan okkur.

Áhrifin á fjölmiðlun og stjórnmál eru svo flókin að hægt væri að skrifa um þau heilt bókasafn – eða fylla ótal umræðuþræði. Mál kvikna á Facebook, þaðan berast þau í fjölmiðla, og svo aftur á Facebook og aftur í fjölmiðlana – og svo áfram endalaust. Hraðinn á samskiptunum er ógnvænlegur, málin gjósa upp á Facebook og brenna svo út með ógnarhraða.

Öllum þessum samskiptum er svo safnað í gríðarmikla gagnagrunna þar sem allt er geymt og engu gleymt, orð og myndir renna inn í algoriþmana og greina okkur sundur og saman sem persónur, viðtakendur, neytendur. Þær upplýsingar eru notaðar til að ota að okkur auglýsingum og því sem gervigreindin reiknar út að við viljum heyra eða sjá. Þannig brotnar samfélagið upp í ótal hólf.

Maður veltir fyrir sér hvernig verður litið á þetta tímabil í framtíðinni. Eiga menn eftir að klóra sér í hausnum yfir því hvað þetta var allt vitlaust og frumstætt – yfir því hvernig við kunnum ekki að umgangast þessa nýju miðla? Einhvern veginn vonar maður það hálfpartinn – að einhvers staðar á næsta leyti sé meiri yfirvegun, meira jafnvægi.

Samskiptamiðlarnir áttu að vera tæki til frelsunar, að allir fengju nú sína rödd – og það hefur gerst að vissu leyti. Mark Zuckerberg leggur út af þessu í ávarpi á 15 ára afmælinu. Hann heldur því auðvitað fram að Facebook sé tæki og afl til góðs.

En Zuckerberg er fyrst og fremst að stjórna fyrirtæki sem veltir milljörðum dollara á milljarða ofan og hefur í raun ekki viljað horfast í augu við afleiðingarnar eða gera neitt til að laga gallana. Það sem byrjaði sem sakleysisleg samskiptasíða fyrir stúdenta hefur reynst öflugt tæki til afvegaleiðingar, múgæsinga og útbreiðslu haturs. Umhverfið er þannig að það er í raun andstæða gagnrýnnar hugsunar og rökræðu sem heilbrigð samfélög þurfa á að halda.

Það er sagt að banabiti Facebook verði sá að enginn verði eftir nema gamla fólkið, hinir beisku og hinir reiðu. Unga fólkið fari annað. Að það verði vitrara en við sem upplifðum ekki svona tækni fyrr en á fullorðinsárum. Vöxtur Facebook hefur stöðvast á Vesturlöndum. En þetta er samt veldi sem á ekki sinn líka í mannkynssögunni. Hvernig er hægt að taka á því? Geta ríkisstjórnir gripið inn í? Brotið það upp? Er eðlilegt að slík völd séu í höndum auðhrings sem er miðaður við hagnað fyrst og fremst og hefur hvað eftir annað sýnt algjöran skort samfélagslegri ábyrgð?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins