fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Sögufrægt kommúnistablað í andaslitrunum

Egill Helgason
Mánudaginn 4. febrúar 2019 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

L’Humanité er dagblað sem hefur verið málgagn franskra kommúnista alla tíð, alveg frá 1920. Það er reyndar stofnað fyrr, árið 1904, af Jean Jaurès sem var einn helsti leiðtogi sósíalistahreyfingarinnar í Frakklandi og Evrópu um aldamótin 1900 og fram í fyrra stríð.

Blaðið var eitt sinn stórveldi og hafði mikil áhrif, enda voru kommúnistar mjög sterkir í Frakklandi á sínum tíma. Það seldist í mörg hundruð þúsund eintökum en nú eru þau innan við þrjátíu þúsund og blaðið er í andaslitrunum.

Hið sögufræga blað ítalskra kommúnista, L’Unità, lagði upp laupana fyrir tveimur árum. Það var stofnað af öðru ljósi kommúnistahreyfingarinnar, Antonio Gramsci, árið 1924.

Í Frakklandi tíðkast opinber stuðningur við dagblöð, en L’Humanité hefur ekki bara tapað áskrifendum heldur hafa auglýsingatekjurnar líka dregist saman. Stjórnendur blaðsins reyna nú hvað þeir geta til að halda blaðinu á lífi en ólíklegt er talið að það takist. Kannski verður hægt að lengja líftíma þess um nokkra mánuði.

Ýmsir hafa þó látið í ljósi þá skoðun að nauðsynlegt sé að rödd L’Humanité  haldi áfram að  heyrast – undir þá skoðun hafa líka tekið stjórnmálamenn af hægri vængnum. En blaðadauðinn hefur verið mjög skæður í Frakklandi og þrátt fyrir opinberan stuðning hafa mörg héraðsfréttablöð, sem áður voru mjög voldug, gefist upp.

(Myndin er af frægri forsíðu L’Humanité. Stalín, maðurinn sem við elskum mest, stendur þar.)

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG