fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Vilja að Alþingi taki Landsímahúsið eignarnámi – álíka langt og á Klausturbarinn

Egill Helgason
Föstudaginn 1. febrúar 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gengið í lið með Klausturbræðrum, þeim Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, Ólafi Ísleifssyni og Karli Gauta Hjaltasyni og er meðflutningsmaður þeirra að tillögu um að Alþingi taki eignarnámi Landsímahúsið við Austurvöll.

Tillagan er lögð fram í því skyni að standa vörð um þinghelgi, en fjórmenningarnir hafa áhyggjur af því að hótelbygging á Landsímareitnum muni raska henni.

Um slíkt hefur vissulega verið deilt í gegnum tíðina. Einn þingforseti, sem nú er horfinn af þingi, var meira að segja þeirrar skoðunar að Alþingi ætti að hafa skipulagsvald í allri Kvosinni.

En það gæti verið athyglisvert að fara þarna niðureftir með stórt málband. Þá myndi hugsanlega koma í ljós að styttra – eða álíka langt – sé á Klausturbarinn og á fyrirhugaða hótelbyggingu.

Kannski mætti líka taka Klausturbarinn eignarnámi – vegna ónæðis sem hann veldur á Alþingi?

Svo má reyndar benda á að hinum megin við Austurvöll stendur annað hótel og hefur gert síðan 1930 – það er Hótel Borg.

Alþingi er reyndar býsna frekt til fjörsins í Miðbænum. Starfsemi þess hefur stöðugt þanist út í fleiri og fleiri byggingar. Skrifstofur eru í ýmsum nærliggjandi götum, til að mynda hefur hluti þingliðsins skrifstofur í næsta húsi við nektardansstað sem nefnist Shooters.

Úr þessu verður væntanlega bætt að einhverju leyti með nýrri stórbyggingu Alþingis sem á að rísa milli Vonarstrætis og Kirkjustrætis. Hún verður engin smásmíð – en það var einmitt á þessum reit að Sigmundur Davíð lagði til að yrði byggt eftir gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við