fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Eyjan

Skattgreiðendur borga 3.5 milljarða fyrir göng og veg sem þeir munu aldrei nota – 1.7 milljarða framúrkeysla

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 1. febrúar 2019 15:35

Loftmynd af Bakka. Mynd-FÍB

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls nemur heildarkostnaður ríkisins (skattgreiðenda) vegna kísilversins PCC á Bakka við Húsavík rúmlega 4,2 milljörðum króna. Þar af eru rúmir 3.5 milljarðar vegna jarðganga undir Húsavíkurhöfða ásamt vegtengingum, en sá vegakafli liggur frá höfninni og að iðnaðarsvæði Bakka, vegur sem aðeins starfsmenn fyrirtækisins og starfsseminnar þar munu koma til með að nota.

Framkvæmdin fór því 1,7 milljarði fram úr áætlunum, eða sem nemur 96 prósentum. Bein framlög vegna kísilversins námu 236 milljónum, til handa þjálfunarkostnaði starfsmanna og alls 460 milljónir fóru í lóðaframkvæmdir. Þá fékk hafnarsjóður víkjandi lán upp á 819 milljónir frá ríkissjóði, sem ráðgert er að verði endurgreitt þegar önnur lán hafa verið greidd.

Hinsvegar liggur ekki fyrir hvort „arð­semi hafnarinnar muni duga til að endur­greiða öll lán sem tekin voru vegna stækkunar hennar,“ segir í svari Þórdísar Gylfadóttur, iðnaðarráðherra, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar, Miðflokki.

Farsinn á Bakka

Félag íslenskra bifreiðareiganda hefur fjallað um „farsann“ um göngin að Bakka. Hann má lesa hér að neðan:

„Í leiðara 3.tbl. FÍB-blaðsins 2018 sem er nýkomið út er m.a. tekið til umfjöllunar ein nýjustu jarðgöng landsins, göngin undir Húsavíkurhöfða. Þar kemur fram að á sínum tíma ákvað ríkisstjórn Íslands að grafa göng undir Húsavíkurhöfða milli hafnarinnar við Húsavík og iðnaðarsvæðisins á Bakka. PCC Kísilverið á Bakka mun þurfa að brenna 66 þúsund tonnum af kolum árlega við framleiðsluna.

Á tímum vaxandi vitundar um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga var samþykkt af ríkisstjórn og meirihluta Alþingis að verja fjórum milljörðum króna af vegafé sem innheimt var með bílasköttum til að styrkja uppbyggingu á mengandi stóriðju.

Í upphafi var gert ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdina að Bakka yrði 1,8 milljarðar króna. Endanlegur kostnaður var um 4 milljarðar króna. Allur viðbótarkostnaðurinn rann létt í gegnum fjár-veitingavaldið og engin var gerður ábyrgur vegna þessarar misnotkunar á almannafé og framúrkeyrslu á framkvæmdatímanum. Undanfarið hefur verið deilt um hver beri kostnaðinn af umsjón og rekstri Húsavíkurhöfðaganga og vegarins út á Bakka. Vegagerðin ætlar að hætta  afskiptum af göngunum 1. nóvember n.k. og heldur því fram að henni sé óheimilt að þjónusta göngin enda almenn umferð um veginn bönnuð.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, telur sjálfgefið að Vegagerðin eigi að fara með veghaldið og bera kostnaðinn í samræmi við lögbundið hlutverk stofnunarinnar. Rekstrarkostnaður jarðganganna við Bakka falli undir kostnað við samgöngumál í fjárlögum. Þórdís Kolbrún hefur talað fyrir nýjum sköttum á bíleigendur, þ.e. vegtollum.

Sveitarfélagið Norðurþing ætlar ekki að taka reksturinn að sér og segir það hlutverk ríkisins. PCC á Bakka ætlar að annast göngin tímabundið en segist senda þann reikning á opinbera aðila.  Í frétt RÚV um málið segir að sveitarfélagið vísi á ríkið, ríkið vísi á Vegagerðina og Vegagerðin neiti ábyrgð.

Það fóru 4 milljarðar króna í sértæka vegagerð undir Húsavíkurhöfða til styrktar stóriðju. Vegurinn er lokaður til afnota fyrir aðra vegfarendur en þá sem eiga erindi til eða frá PCC kísilverksmiðjunni.  Vegfarendur um land allt borguðu framkvæmdina en mega ekki nota ,,eigin“ veg.  Þetta var og er undarleg opinber framkvæmd sem þjónar á engan hátt almennum vegfarendum. Fáránlegt er að krefjast þess til viðbótar að rekstur  þessa lokaða stóriðjuvegs sé á kostnað vegfarenda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Steinunn Ólína – Þingið afber varla þessa ríkisstjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“

Hlýða Víði í kjörklefanum? – „Maður bara trúir því ekki að nú eigi að misnota Covid og hetjur þess til að auka fylgið“