fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Popúlistar = lýðsleikjur

Egill Helgason
Föstudaginn 1. febrúar 2019 21:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Bjarnason skrifar grein í Morgunblaðið um umdeilt efni, lífeyrissjóði. Efni hennar læt ég liggja milli hluta hér. Úrklippu af henni má lesa hérna á síðunni.

Ég tek eftir því að Vilhjálmur notar orðið lýðsleikja.

Þetta er tilraun til að íslenska hið mikið notaða erlenda orð pópúlisti. Einhverjum kann hugsanlega að finnast það of neikvætt. Pópúlisti er nokkuð teygjanlegt hugtak, en það er notað um pólitíkusa eins og Donald Trump og Victor Orbán, um Bolsonaro í Brasilíu, Salvini á Ítalíu, um Hugo Chavez og jafnvel um Bernie Sanders og Alexis Tsipras.

Ég gúglaði smá og les á vefnum Nýyrði sem er haldið úti af stofnun Árna Magnússonar að orðið hafi heyrst úr munni Sigurðar Árnasonar læknis (sem er sonur Árna Böðvarssonar orðabókarhöfundar) í návist Þórarins Eldjárns. Skýringin er svohljóðandi:

„Nálgun við „pópúlisti“, lýðskrumari. Neikvæð merking.  Andstæða við höfðingjasleikja.“

Almennt heyrist manni fólk vera farið að nota orðið pópúlisti í opinberri umræðu. Það fer kannski mátulega vel á því, en þess er að gæta að við notum erlend heiti eins og sósíalisti, kommúnisti og nasisti, þótt til séu íslenskanir á þeim öllum. Við tölum hins vegar ekki um liberalista – og eigum í vandræðum með það hugtak. Frjálslyndur…

Orðin lýðskrum og lýðskrumari eru stundum notuð líka. Þannig eru þau skilgreind í  íslenskri orðabók.

„Það að vinna hylli eða höfða til almennings með ómerkilegum hlutum, einkum af stjórnmálamönnum. Stjórnmálamaður sem talar eins og fólk vill heyra.“

Orðið lýðskrum er til í íslensku frá því snemma á 20. öld má lesa í þessum texta eftir Guðrúnu Kvaran prófessor. En það hefur frekar verið hugsað sem þýðing á orðinu δημαγωγός eða demagogosdemagogue á ensku.

Að sönnu er ekki langt á milli pópúlista og demagóga – en síðara orðið hefur ekki komist inn í íslenskt mál.

Bandaríski háðfuglinn H. L. Mencken skilgreindi lýðskrumara með þessum hætti:

„Það er maður sem predikar kennisetningar sem hann veit að eru ósannar yfir mönnum sem hann veit að eru fávitar“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 23 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við