fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Eyjan

Hvað kostar rafmagnið hjá þér ? Sjö raforkusalar í boði fyrir alla landsmenn

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 28. janúar 2019 09:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkur samkeppni er í orkusölu á smásölumarkaði hér á landi en sjö fyrirtæki keppast um raforkuneytendur. Búseta skiptir engu máli, íbúi á Eskifirði getur verið í viðskiptum við Orkubú Vestfjarða og húsmóðir í Vesturbænum getur verið í viðskiptum við Rafveitu Reyðarfjarðar, ef því er að skipta.

Samkvæmt óháðum verðsamanburði á vefnum Aurbjörg.is má sjá að kílówattstundin er ódýrust hjá Orku heimilanna, eða 5,89 krónur og Orkubú Vestfjarða er næst ódýrast með 5,90 krónur per kílówattstund.

Dýrust er Orkusalan, 6,44 krónur og Orka náttúrunnar, 6,43 krónur per kílówattstund.

Verðsamanburður á vef Aurbjargar.is

Safnast þegar saman kemur

Að meðaltali nota heimili landsins um 5000 kílówattstundir á ári en notendur fá engu ráðið um hvaða fyrirtæki dreifir rafmagninu, það fer eftir búsetu.

Því munar kannski ekki stórum upphæðum á árs grundvelli, en fyrir meðalheimili í Reykjavík er rafmagnsreikningurinn um 92,500 krónur á ári með dreifingarkostnaði, ef verslað er við Orku heimilanna, en 96 þúsund krónur á ári, sé verslað við Orkusöluna.

Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir við RÚV að virk samkeppni sé á þessum markaði, þó svo verðmunur sé afar lítill:

„En í raun og veru er það eðlilegt miðað við eðli vörunnar. Þetta er bara kílóvattsstund og allir að bjóða nákvæmlega sömu vöru. Það er enginn munur, það er enginn með ofurkílówattsstund eða gæðakílóvattsstund. Þetta er bara kílóvattsstund. Og þegar þú ert með slíka hrávöru, þá er eðlilegt að allir elti lægsta verð og séu mjög þéttir nálægt hver öðrum.“

Sigurður nefnir að einfalt sé að skipta um rafaorkusala og aðeins þannig geti neytendur haft áhrif á samkeppnina:

„Þetta eru kannski 3.500 krónur á ári en á móti kemur að það er engin breyting, þetta er ókeypis sparnaður, þú ert ekki að minnka þjónustu við þig, og þú getur bara skipt um orkusala og fengið það lægsta og farið út að borða fyrir afganginn,“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben