fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Eyjan

Minjastofnun gagnrýnd af borgarlögmanni vegna skyndifriðunar

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 25. janúar 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarlögmaður, Ebba Schram, gerir fjölmargar athugasemdir við skyndifriðun Minjastofnunar á Víkurkirkjugarði á Landssímareitnum. Hún telur stofnunina ekki hafa heimild til að stækka friðlýsingarsvæði kirkjugarðsins, sem stofnunin lagði til í byrjun þessa mánaðar.

Um er að ræða hluta lóðarinnar Thorvaldsensstrætis 6 sem er innan byggingarreits Lindarvatns ehf. sem er lóðarhafi Landsímareitar, en þar standa yfir byggingarframkvæmdir við hótelbyggingu.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg eru nokkur atriði tilgreind sem borgarlögmaður lagði fram á fundi borgarráðs í gær sem röksemdir sínar í málinu:

 

  • Í skilmálum fyrir friðlýsingartillögu Minjastofnunar Íslands er að mati Reykjavíkurborgar hvorki að finna röksemdir sem réttlætt geta friðlýsingu hluta lóðarinnar, né um að fyrirhuguð friðlýsing samþýðist ákvæðum V. kafla laga nr. 80/2012 um menningarminjar.
  • Reykjavíkurborg fær ekki séð að friðlýsing hluta lóðarinnar, til þess að koma í veg fyrir staðsetningu inngangs að hóteli sé í samræmi við framangreindan tilgang laganna eða eigi sér stoð í þeim þar sem ljóst er að staðsetningin muni engum minjum raska.
  • Engar minjar eru lengur til staðar á svæðinu sem friðlýsingartillaga á að ná til
  • Engin hætta er á að minjar spillist, glatist eða gildi þeirra verði rýrt
  • Víkurgarður er almenningsgarður og hefur verið lengi. Þar hefur verið skilgreindur almenningsgarður í skipulagi frá 1987 og svæðið var gert að lystigarði árið 1883 og hefur verið öllum opið frá lokum síðari heimstyrjaldar.
  • Tillaga um friðlýsingu brýtur gegn meðalhófi og við meðferð málsins var ekki gætt að rannsóknarskyldu.
  • Aðkoma neyðarbíla og slökkviliðs hefur þegar verið flutt
  • Minjastofnun hafði öll tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum við hönnun hótelsins á reitnum í skipulagsferli málsins en gerði ekki
  • Skyndifriðun eða eftir atvikum friðlýsing getur leitt til bótaskyldu ríkisins þar sem um verðmæta byggingarlóð er að ræða á besta stað í hjarta miðborgarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda

Sigmundur Ernir skrifar: Trausti rúinn og reistur til valda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?

Guðjón Auðunsson: Enn sérstakt áhættuálag á Ísland hjá erlendum fjárfestum – krónan þjóðhagslegt vandamál?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra

Breskur þingmaður lenti í „hunangsgildru“ – Síðan gerði hann svolítið enn verra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims

Rífandi gangur í stærsta hagkerfi heims
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“

Innmúraðir sjálfstæðismenn ósáttir við undirskriftalistann gegn Bjarna – „Stafrænt stríð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG

Orðið á götunni: „Samstaðan í ríkisstjórninni“ – sjálfstæðismenn og Framsókn reyndu allt til að losna við VG