fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Endurkoma Klaustursmanna – blóraböggullinn Steingrímur

Egill Helgason
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steingrímur J. Sigfússon hefur lengi verið óvinur Miðflokksmanna númer eitt – og raunar alveg frá því áður en Miðflokkurinn var stofnaður. Það er nokkuð sérstakt að fylgjast með því hvernig þeir leitast nú við að gera hinn kunnuglega óvin að skúrki í Klaustursmálinu. Sigmundur Davíð skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann reynir hvað hann getur að koma málinu á Steingrím – í dag gera Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason hið sama. Þeir nefna beinlínis Steingrím sem ástæðu þess að þeir ætli að setjast aftur á þing:

„Í ljósi valdníðslu for­set­ans meta þeir þannig stöðuna að ekki sé um neitt annað að ræða en að grípa til varna.“

Einhver kynni kannski að tala um hannaða atburðarás í þessu sambandi þar sem Steingrímur er þekktur andstæðingur sem áður hefur gefist vel. Stundum er líka notað orðið strámaður – blóraböggull er íslenskt orð ekki ósvipaðrar merkingar.

Bergþór segist hafa talað við áfengisráðgjafa en á Vísi birtist mynd af þingmanni Pírata þar sem hún setur ofan í við Gunnar Braga sem er aftur kominn í sæti sitt í þinginu.

Stjórnarndstaðan er náttúrlega mjög í henglum eftir Klaustursmálið. Samfylkingin og Píratar standa saman í gegnum þykkt og þunnt sýnist manni, nánast eins og einn flokkur. Með Klaustursmálinu hefur Inga Sæland færst aðeins nær þeim en áður – flokkurinn hennar er klofnaður og vináttan við Sigmund Davíð og félaga er fyrir bí.

Tilraunir fyrrverandi þingmanna Flokks fólksins til að útmála Ingu sem óreiðukonu mistókust eiginlega, það náði ekki flugi þótt Halldór í Holti tæki líka til máls. Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson eru einangraðir tveir í þinginu og leita líklega færis á að ganga í Miðflokkinn þegar hentar. Annars er hætt við að þingseta þeirra næstu misseri verði í hálfgerðu limbói.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega