fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Hlutfall erlendra ríkisborgara hæst á Suðurnesjum

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 12:45

Séð yfir Reykjanesbæ.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðskrá Íslands hefur tekið saman fjölda erlendra ríkisborgara sem eru búsettir hér á landi eftir sveitarfélögum. Tölurnar miðast við 1. desember 2018.

Þegar horft er til landshluta þá er hæsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang á Suðurnesjum, eða 22,3% og Vesturland kemur næst með 15,5%. Lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er á Norðurlandi vestra eða 6,8%.

Mýrdalshreppur er með hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara en alls eru 40% skráðra íbúa í Mýrdalshreppi með erlent ríkisfang eða 280 íbúar hreppsins af 687. Næst hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara er í Skaftárhreppi eða 28,3% og Bláskógabyggð með 25,7%. Þess má geta að lægsta hlutfall íbúa með erlent ríkisfang er í Árneshreppi en enginn íbúi sem er með skráða búsetu í hreppnum er með erlent ríkisfang.
Skagabyggð kemur næst með 1,1% en þar er aðeins einn íbúi sveitarfélagsins með erlent ríkisfang.

Flestir frá Póllandi

Alls voru 44.276 erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi þann 1. janúar sl. og hefur þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017 og 120 frá 1. desember sl.
Þessar tölur eru byggðar á skráningu úr þjóðskrá á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi eftir skráðu ríkisfangi.

Flestir erlendir ríkisborgarar eru frá Póllandi eða 19.269 og 4.093 einstaklingar eru með litháískt ríkisfang.

Pólskum ríkisborgurum fjölgaði um 79 á síðastliðnum mánuði en litháískum ríkisborgurum fækkaði um 1 einstakling á sama tímabili.

 Fjölgað um 67,6% á þremur árum

Frá 1. desember 2015 til 1. desember 2018 hefur erlendum ríkisborgurum sem eru skráðir til heimilis hér á landi fjölgað úr 26.387 í 44.156 manns. Þetta er fjölgun sem nemur  67,6%.  Á sama tímabili hefur hlutfall landsmanna með erlent ríkisfang aukist úr 7,9% í 12,4%.

 

Hér má sjá töflu yfir fjölda íbúa og hlutfall erlendra ríkisborgara eftir sveitarfélögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt