fbpx
Laugardagur 16.febrúar 2019
Eyjan

Færeyingar vilja ekki fjöldatúrisma eins og á Íslandi

Egill Helgason
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vefnum local.fo má lesa umfjöllun um ferðamennsku í Færeyjum, greinin er eftir blaðamanninn Jens Hákun Leo. Færeyjar hafa mikið að bjóða í ferðaþjónustu nútímans – einstæða og ósnortna náttúru utan við alfaraleið. Fjöldi ferðamanna í Færeyjum hefur líka aukist mikið á undanförnum árum, en Færeyingar vilja ekki að fari fyrir landinu þeirra eins og Íslandi og sérstaklega ekki Reykjavík, segir í greininni.

Flug til Færeyja er vissulega hemill á fjölda ferðamanna. Þær liggja ekki um þjóðbraut þvera eins og Ísland – það sem gerðist á Íslandi var í raun að flugfélögin ákváðu að gera landið að miðstöð fyrir fjöldaflutninga á fólki yfir Atlantshaf. Hagsmunir flugsins gengu fyrir.

Í fyrra komu 378 þúsund farþegar á flugvöllinn í Vágar, fjöldi þeirra jókst um 10,8 prósent frá því árið áður. SAS hefur aukið tíðni flugs frá Kaupmannahöfn, Atlantic flugfélagið hefur lækkað verð, en á þessu ári verður líka flogið milli Vága og París og meira að segja eru ráðgerð nokkrar flugferðir til New York.

Í greininni segir að Færeyingar vilji ekki stjórnlausan vöxt í ferðaþjónustu, „ferðamennsku ferðamennskunnar vegna“. Þeir vilji vernda menningu sína og einstæða náttúru – þeir hafi séð hvernig til dæmis Reykjavík sé farin að tapa sál sinni vegna of margra ferðamanna.

Það er Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði, sem deilir greininni á Facebook. Þórólfur var gestur í Silfrinu hjá mér á sunnudag. Þar bar ferðaþjónustuna meðal annars á góma. Þórólfur skrifaði athyglisverða grein í Kjarnann nú í upphafi árs þar sem hann nefndi að þverstæðukennt gæti verið að ætla byggja upp hálaunaumhverfi á Íslandi á grundvelli ferðaþjónustu. Ferðamennskan skapi líka mikið álag á innviði og samköngukerfi sem sé kostnaðarsamt.

Ferða­þjón­usta er í grunn­inn lág­launa­starf­semi þar sem flug­liðar og hót­el­starfs­fólk á Íslandi er í beinni sam­keppni við flug­liða í Lett­landi eða Lit­háen og hót­el­starfs­fólk á Spáni, Tyrk­landi o.s.frv. Sömu­leiðis erum við stöðugt minnt á að til þess að ferða­þjón­ustan geti starfað þarf að halda uppi dýrum innviðum í formi sam­göngu­kerfis (veg­ir, brýr, flug­vell­ir), í formi bráða­þjón­ustu á heil­brigð­is­svið­inu, í formi bráða­við­bragðateyma björg­un­ar­sveita, lög­gæslu, sjúkra­flutn­inga­fólks og þyrlu­sveita. Vægi ferða­manna í þessum útgjöldum hlýtur að vera meira á Íslandi en í mörgum öðrum löndum vegna strjál­býlis lands­ins og vegna þess hversu margir ferða­menn­irnir eru í sam­an­burði við heild­ar­fjölda lands­manna. Næstum allur er þessi kostn­aður er greiddur af almennu skatt­fé. Vissu­lega kemur hluti skatt­tekna af ferða­þjón­ust­unni, en enn er þeirri spurn­ingu ósvarað hvort hreinar tekjur af ferða­þjón­ust­unni geti staðið undir því að greiða laun sem eru sam­keppn­is­fær við laun í hátækni­greinum og jafn­framt að greiða fyrir það auka­á­lag sem greinin veldur á innviðum og sam­göngu­kerf­um. Kannski ættu stjórn­völd og aðilar vinnu­mark­að­ar­ins að koma sér saman um vand­aða mótun fram­tíðar atvinnu­stefnu fyrir lýð­veldið Ísland?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 22 klukkutímum

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“

Hörður kallar eftir leiðréttingu: „Hér hefur orðið meiriháttar dómgreindarbrestur“
Eyjan
Í gær

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari

Sönn hetja úr blaðamannastétt – og svo annar sem var argasti lygari
Eyjan
Í gær

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar

Erna Ýr óánægð með að Blaðamannafélagið hafi ekki fjallað um mál hennar og Snæbjarnar
Eyjan
Í gær

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“

Vísar lögbroti Reykjavíkurborgar til dómsmálaráðuneytisins: „Vil vita hvort þessar kosningar hafi verið lögmætar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnarlax heldur starfsleyfinu

Arnarlax heldur starfsleyfinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu

Segir hagnaðardrifin leigufélög nauðsynleg og spyr hvort „ofsinn“ á netinu leiði til hærri leigu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við

Íslenskum stjórnvöldum sagt að virða niðurstöðu EFTA dómstólsins – Hafa tvo mánuði til að bregðast við