fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Bjarni Ben seinlegastur til svars samkvæmt tölfræði Björns Levís

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 16:30

Bjarni Benediktsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á yfirstandandi 149. þingi hafa ráðherrum og forseta Alþingis borist alls 214 skriflegar fyrirspurnir. Búið er að svara 149 þeirra en 65 bíða enn svara. Að meðaltali tekur það ráðherra 29 daga að svara fyrirspurnum.

Þetta kemur fram í samantekt Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, á tölfræðigögnum vegna skriflegra fyrirspurna Alþingis.

Samkvæmt tölfræðinni tekur það Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra lengstan tíma að svara skriflegum fyrirspurnum, eða 40 virka daga að meðaltali.

Björn Leví birti einnig slíka tölfræði í október á síðasta ári þar sem Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og meningarmálaráðherra var með lengsta svartímann, þá 28 virka daga að meðaltali.

Sjá nánarMeðalsvartími ráðherra við fyrirspurnum eru 19 virkir dagar – Lilja með lengsta svartímann – Kristján Þór stysta

Bjarni efstur í tveimur flokkum

Samkvæmt nýjustu tölfræði er Bjarni bæði með lengsta meðal svartímann í virkum dögum en auk þess hefur hann svarað flestum fyrirspurnum alls, eða 21 af 29.

Flestar ósvaraðar fyrirspurnir dæmast á dómsmálaráðherra, Sigríði Á. Andersen, sem hefur svarað 18 af 37 fyrirspurnum, en meðalsvartími hennar er 25 virkir dagar.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur að jafnaði 22 daga til að svara, og hefur svarað sjö af átta fyrirspurnum.

Þá er utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson með mesta biðtímann vegna ósvaraðra fyrirspurna, eða 57 daga.

Svartími einstakra embætta

Forseti Alþingis
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 29 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 1
Meðalsvartími í virkum dögum: 9 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 3
Heildarfjöldi fyrirspurna: 4

Forsætisráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 36 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 1
Meðalsvartími í virkum dögum: 22 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 7
Heildarfjöldi fyrirspurna: 8

Utanríkisráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 57 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 5
Meðalsvartími í virkum dögum: 35 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 6
Heildarfjöldi fyrirspurna: 11

Fjármála- og efnahagsráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 52 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 8
Meðalsvartími í virkum dögum: 40 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 21
Heildarfjöldi fyrirspurna: 29

Dómsmálaráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 40 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 19
Meðalsvartími í virkum dögum: 25 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 18
Heildarfjöldi fyrirspurna: 37

Félags- og jafnréttismálaráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 50 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 3
Meðalsvartími í virkum dögum: 35 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 10
Heildarfjöldi fyrirspurna: 13

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 42 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 2
Meðalsvartími í virkum dögum: 25 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 16
Heildarfjöldi fyrirspurna: 18

Umhverfis- og auðlindaráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 49 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 8
Meðalsvartími í virkum dögum: 30 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 9
Heildarfjöldi fyrirspurna: 17

Mennta- og menningarmálaráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 51 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 8
Meðalsvartími í virkum dögum: 39 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 11
Heildarfjöldi fyrirspurna: 19

Heilbrigðisráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 29 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 3
Meðalsvartími í virkum dögum: 24 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 19
Heildarfjöldi fyrirspurna: 22

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 42 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 2
Meðalsvartími í virkum dögum: 22 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 19
Heildarfjöldi fyrirspurna: 21

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 47 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 5
Meðalsvartími í virkum dögum: 26 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 10
Heildarfjöldi fyrirspurna: 15

Gögn:

Þing: 149
Meðalfjöldi virka daga v/ósvaraðra spurninga: 46 / fjöldi ósvaraðra fyrirspurna: 65
Meðalsvartími í virkum dögum: 29 / fjöldi svaraðra fyrirspurna: 149
Heildarfjöldi fyrirspurna: 214

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn