fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Ný stjórn í Svíþjóð ætlar að banna farsíma í skólum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 22. janúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýja ríkisstjórnin í Svíþjóð hyggst banna farsíma í skólastofum. Ákvæði eru um þetta í stefnuyfirlýsingu  nýju ríkisstjórnarinnar sem tókst loks að mynda með miklum erfiðismunum og var kynnt í gær. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði um þetta efni að unnið yrði samkvæmt áætlun um öryggi og ró í skólum – líkt og lesa má á vef SVT.

Áformað er að leggja fram lög um símabannið í haust og gæti það þá tekið gildi í byrjun árs 2021. Þó er gert ráð fyrir að skólastjórnendur og kennarar geti leyft notkun síma í ákveðnum tilvikum – ef nauðsyn krefur.

Ekki er enn komið fram hvort þetta gildir bæði um grunn- og framhaldsskóla, segir í fréttinni.

Bann við notkun farsíma í skólum gekk í garð í Frakklandi í haust – það þykir hafa gefi nokkuð góða raun. Það gildir líka á skólalóðum, enda er eitt markmiðið að reyna að venja börn og unglinga af hinni útbreiddu skjáfíkn.

Net- og hugbúnaðarfyrirtæki stefna sífellt í hina áttina og reyna að hanna leiki, samskiptaform og viðmót sem er ávanabindandi. Það hlýtur að vera eðlilegt að yfirvöld sporni með einhverjum hætti gegn því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu