fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Þingmaður Miðflokksins vildi bara taka umræðuna – Neitar að ræða við DV í dag um málið

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Sunnudaginn 20. janúar 2019 17:15

Jón Þór Þorvaldsson - Þingmaður Miðflokksins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Þór Þorvaldsson, þingmaður Miðflokksins, hélt ræðu á Alþingi og fór í viðtöl hjá fjölmiðlum landsins vegna undirskriftar Íslands á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um innflytjendur sem heitir „Global Compact for Safe Orderly and Regular Migration“. Ísland skrifaði undir yfirlýsinguna nú fyrir stuttu.

Hélt Jón Þór því fram í fjölmiðlum að ef Ísland myndi skrifa undir yfirlýsinguna, sem hann kallaði samning, að fólk gæti verið kært sem myndi tala gegn yfirlýsingunni og jafnvel mætti loka fjölmiðlum sem myndu gagnrýna yfirlýsinguna. Jón Þór var í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að ræða yfirlýsinguna þar sem hann og þáttarstjórnandi héldu því fram að um bindandi samkomulag að ræða, sem það er ekki. Þar sagði Jón Þór meðal annars:

„Ég fór að rýna í plaggið og lesa mig aðeins til og fylgjast með umræðum inn í Evrópuþinginu og sá þar umræður um þessa hluti og fór þá að lesa þennan samning og hann er nokkuð langur og ítarlegur og byrjar á ágætum nótum og kannski í grunninn mannúðarmál. En eins og allir svona alþjóðasamningar þá er hann þannig gerður að þeir sem undir hann rita, það er enginn þvingaður til þess, en þeir sem undir hann rita þeir hins vegar gangast undir skuldbindingar og meðal annars að færa í lög í sínu heimalandi, það sem samningurinn fjallar um, eitt af því er þetta að leiða í lög þessa skipulögðu, reglubundnu fólksflutninga. Hitt er líka það að umræða síðan um þennan samning, ef hann er genginn í lög, að þá má ekki hafa skoðun á honum, þannig að einstaklingar sem hafa skoðun á honum, það varðar refsingu ef þeir hafa aðra skoðun en samningurinn kveður á um og það megi jafnvel loka fjölmiðlum sem eru þeirrar skoðunar að, eða eru að útvarpa þeirri skoðun að þetta sé ekki gott plagg.“

Vildi bara taka umræðuna á sínum tíma – Vill ekki ræða við DV

DV fjallaði um málið á sínum tíma og sagði Jón Þór þá að hann vildi bara taka umræðuna um þessa yfirlýsingu. DV hafði svo samband við hann fyrir stuttu til að fá viðbrögð frá honum þar sem Ísland væri nú búið að skrifa undir yfirlýsinguna og hvaða afleiðingar það myndi hafa á íslenskt samfélag. Spurði blaðamaður Jón Þór, nú þegar búið væri að skrifa undir yfirlýsinguna, hvort fólk mætti eiga hættu á því að vera kært og fjölmiðlum jafnvel lokað ef þeir myndi gagnrýna þessa yfirlýsingu. „Ég kannski bara heyri í þér seinna. Ég vil bara ræða þetta við menn sem eru tilbúnir að ræða þetta á einhverjum skynsamlegum nótum. Ég er búinn að segja þér það ég ætla ekki að tala við þig. Ég sagði við þig að þú hefðir ekki heimild að birta þetta samtal, þú gerðir það samt.“

Taka skal fram að blaðamaður kynnti sig áður en samtalið hófst og að í lok símtalsins sagði Jón Þór að ekki mætti hafa eftir honum eftir um 15 mínútna samtal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu