fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Svört spá Guðmundar: Mun allt loga í verkföllum hér á landi í mars?

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 20. janúar 2019 15:31

Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins. Mynd: Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég spáði því í október eða nóvember að hér myndi í mars eða svo allt loga í verkföllum og ég stend við það,“ sagði Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, í Silfrinu í morgun.

Fréttavefur RÚV greinir frá.

Guðmundur benti á að lægstu laun hefðu vissulega hækkað verulega í síðustu kjarasamningum. Þær hækkanir hefðu verið skammgóður vermir því þær hefðu runnið í ríkissjóð. „Vegna þess að stjórnmálastéttin breytti skattalögunum og bótakerfinu,“ sagði hann.

Hann sagði að þetta væri gömul saga og ný; lægstu laun hefðu hækkað en stjórnmálastéttin ávallt séð sér leik á borði, gripið til aðgerða og eyðilagt þann árangur sem náðst hefði.

Guðmundur sagði að erfiðir tímar væru í vændum. „Við verðum að horfast í augu við það að það eru að koma mikið stærri, stórir og fjölmennir hópar sem eru að koma inn í karphúsið á næstu vikum.“

Þá sagði hann að stjórnmálastéttin ætti í raun að bakka aftur til ársins 2013 með þær breytingar sem hafi verið gerðar á kerfum síðan þá. Þannig mætti bæta kjör þeirra lægst launuðu. Loks sagði hann að þetta ætti eftir að verða eitt helsta deiluefnið í komandi kjaraviðræðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu