fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Páll: Viðtalið ekki tekið og birt á fölskum forsendum – „Rétt skal vera rétt“

Ritstjórn Eyjunnar
Sunnudaginn 20. janúar 2019 09:06

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú hef ég sannreynt að í inngangi að umræddum 6 ára gömlum Kastljóssþætti er skýrt tekið fram, að títtnefnt viðtal við greinarhöfund var tekið áður en kunnugt var um að rannsókn væri hafin á nafngreindu fyrirtæki.“

Þetta segir Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni. Tilefnið er frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær – og Eyjan fjallaði meðal annars um – þar sem rætt var við Pál um mál Elínar Bjargar Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskframleiðenda, sem sendi forsvarsmönnum RÚV tölvupóst eftir viðtal sem birtist við hana í Kastljósi árið 2012.

Í grein sem Elín Björg skrifaði í Morgunblaðið í vikunni sagði hún að Helgi Seljan á RÚV hefði tekið við sig viðtal á fölskum forsendum. Hún hafi í janúar 2012 rætt við hann um sam­keppn­is­lega mis­mun­un í inn­lendri fisk­vinnslu og nauðsyn aðskilnaðar veiða og vinnslu.

„Þegar leið á viðtalið fjallaði ég einnig lít­il­lega um mögu­leika fyr­ir­tækja sem hefðu alla virðiskeðjuna á eig­in hendi til að taka arð af auðlind­inni út í er­lendu fyr­ir­tæki. Tók ég skýrt fram að slíkt fyr­ir­komu­lag væri lög­legt og ef menn vildu breyta þess­um leik­regl­um yrði að breyta lög­gjöf­inni. Ég gagn­rýndi því lög­gjöf­ina en ekki eitt ein­asta fyr­ir­tæki sem nýtti sér þessa glufu, þrátt fyr­ir að Helgi Selj­an hefði ít­rekað reynt að fá mig til að nefna eitt eða fleiri af stóru út­gerðarfyr­ir­tækj­un­um,“ segir Elín.

Síðan hafi viðtalið ekki birst og hún haldið að því hafi verið slaufað. Síðan í lok mars hafi hún séð sjálfa sig tala um möguleika fyrirtækja til að taka út arð í er­lendu fyr­ir­tæki í tengslum við húsleit Seðlabankans, Tollstjóra og Sérstaks saksóknara á skrifstofum Samherja. Kvaðst Elín hafa sent útvarpsstjóra, Kastljósi og fréttastofu RÚV tölvupóst þar sem hún lýsti óánægju sinni en ekki fengið nein svör.

Í Morgunblaðinu í gær sagðist Páll ekki muna eftir tölvupóstinum en sagði þó ljóst að um alvarlegt mál væri að ræða ef rétt reyndist. „Ef lýsing Elínar Bjargar sem fram kemur í þessari blaðagrein er rétt, að klippt hafi verið saman viðtöl um allt annað efni en var til umfjöllunar, þá er um hreina fréttafölsun að ræða,“ sagði Páll í viðtalinu.

Páll dró svo í land í gærkvöldi eftir að hafa kynnt sér málavexti betur.

„Í þessari frétt í Mogga dagsins segi ég að atvikalýsing í tiltekinni blaðgrein fæli í sér fréttafölsun ef rétt væri. Ég slæ líka þann fyrirvara að ég hefði ekki séð andsvör þeirra sem um er fjallað. Nú hef ég sannreynt að í inngangi að umræddum 6 ára gömlum Kastljóssþætti er skýrt tekið fram, að títtnefnt viðtal við greinarhöfund var tekið áður en kunnugt var um að rannsókn væri hafin á nafngreindu fyrirtæki. Því verður því ekki haldið fram með réttu að viðtalið hafi verið tekið og birt á fölskum forsendum. Rétt skal vera rétt,“ segir Páll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?