fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Styrmir: „Hagsmunabandalög stórfyrirtækja og stjórnkerfa ganga gegn hagsmunum vinnandi fólks“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 19. janúar 2019 20:00

Styrmir Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, fjallar um viðskiptabandalög á heimasíðu sinni og setur í samhengi við söguna. Hann segir myndun viðskiptabandalaga eitt af því sem einkenndi samfélagsþróunina hér á landi, í byrjun nýrrar aldar og fram að hruni, hvar mörg fyrirtæki úr ólíkum greinum voru rekin undir eina og sama hattinum.

„Markmiðið var yfirleitt eitt og hið sama: að ná einokunarstöðu á tilteknum mörkuðum. Hið athyglisverða var að stjórnvöld gerðu lítið til að sporna við þeirri þróun, ef „fjölmiðlalögin“ svonefndu eru undanskilin en þau urðu aldrei að lögum,“

segir Styrmir og nefnir að margt sé líkt með þeirri þróun sem nú á sér stað í Evrópu og þeim stjórnarháttum tvö öxulveldi seinni heimsstyrjaldarinnar viðhöfðu og telur það eina af ástæðum uppgangs populisma:

„Ein af ástæðum uppgangs svonefndra „pópúlískra“ flokka í Evrópu er það bandalag, sem orðið hefur til á milli stórfyrirtækja í Evrópu og stjórnkerfis ESB í Brussel, þ.e. á milli stórra fyrirtækja og viðskiptabandalaga þeirra, sem verja gífurlegum fjármunum í hagsmunagæzlu og embættismannakerfisins í Brussel. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að eitt helzta einkenni á stjórnarháttum nazista í Þýzkalandi og fasista á Ítalíu var einmitt slíkt bandalag stórfyrirtækja á þeim tíma í þessum tveimur löndum, og ráðandi flokka og stjórnkerfis, sem kannski má segja að einkenni líka það undarlega þjóðfélag, sem orðið hefur til í Kína, þar sem ríkir eins konar bandalag auðhringa og Kommúnistaflokks Kína. Slík hagsmunabandalög stórfyrirtækja og stjórnkerfa ganga gegn hagsmunum vinnandi fólks,“

segir Styrmir.

Hann nefnir í þessu sambandi hrunið á Íslandi og hvort viðskiptahringir á Íslandi hafi verið orðnir of valdamiklir. Hann vill að þetta sé haft í huga þegar talað er um einkavæðingu bankanna:

„Allra síðustu árin fyrir hrun er álitamál, hvort viðskiptahringarnir, sem orðnir voru til hér með beinni og óbeinni aðild einkavæddra banka stjórnuðu landinu fremur en lýðræðislega kjörið Alþingi og ríkisstjórn. Alla vega voru stjórnvöld treg til að ganga gegn hagsmunum þessara hringa. Er hægt að ræða einkavæðingu banka á ný án þess að taka þennan þátt málsins inn í umræðuna? Hefur í raun orðið til á löngum tíma hér eins konar bandalag stórfyrirtækja og stjórnkerfis? Er það kannski áþekkt fyrirbæri og slíkt bandalag á milli stórfyrirtækja í Evrópu og embættismannakerfisins í Brussel? Er það skýringin á því hversu lítið er hugað að hagsmunum lítilla og meðalstórra fyrirtækja hér? Til umhugsunar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu