fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Páll segir málið alvarlegt ef rétt reynist: „Þá er um hreina fréttafölsun að ræða“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 19. janúar 2019 13:33

Páll Magnússon

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri, segist ekki muna eftir tölvupósti sem Elín Björg Ragnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka fiskframleiðenda, sendi forsvarsmönnum RÚV árið 2012 í kjölfar viðtals sem birtist við hana.

Elín Björg vakti athygli á málinu í vikunni með grein í Morgunblaðinu.

Þar talaði hún um að Helgi Seljan á RÚV hafi tekið við sig viðtal á fölskum forsendum. Hún hafi í janúar 2012 rætt við hann um sam­keppn­is­lega mis­mun­un í inn­lendri fisk­vinnslu og nauðsyn aðskilnaðar veiða og vinnslu.

„Þegar leið á viðtalið fjallaði ég einnig lít­il­lega um mögu­leika fyr­ir­tækja sem hefðu alla virðiskeðjuna á eig­in hendi til að taka arð af auðlind­inni út í er­lendu fyr­ir­tæki. Tók ég skýrt fram að slíkt fyr­ir­komu­lag væri lög­legt og ef menn vildu breyta þess­um leik­regl­um yrði að breyta lög­gjöf­inni. Ég gagn­rýndi því lög­gjöf­ina en ekki eitt ein­asta fyr­ir­tæki sem nýtti sér þessa glufu, þrátt fyr­ir að Helgi Selj­an hefði ít­rekað reynt að fá mig til að nefna eitt eða fleiri af stóru út­gerðarfyr­ir­tækj­un­um,“ segir Elín.

Síðan hafi viðtalið ekki birst og hún haldið að því hafi verið slaufað. Síðan í lok mars hafi hún séð sjálfa sig tala um möguleika fyrirtækja til að taka út arð í er­lendu fyr­ir­tæki í tengslum við húsleit Seðlabankans, Tollstjóra og Sérstaks saksóknara á skrifstofum Samherja. Kvaðst Elín hafa sent útvarpsstjóra, Kastljósi og fréttastofu RÚV tölvupóst þar sem hún lýsti óánægju sinni en ekki fengið nein svör.

„Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, núverandi alþingismaður og þáverandi útvarpsstjóri, í samtali við Morgunblaðið í dag. Sigmar Guðmundsson, þáverandi ritstjóri Kastljóss, sagði í gær við Morgunblaðið að Kastljóss hefði reynt að ná samband við Elínu en án árangurs.

Páll segir að ef rétt reynist þá sé ekki um neitt annað en fréttafölsun að ræða.

„Ef lýsing Elínar Bjargar sem fram kemur í þessari blaðagrein er rétt, að klippt hafi verið saman viðtöl um allt annað efni en var til umfjöllunar, þá er um hreina fréttafölsun að ræða. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. Það ber þó að hafa í huga að ég hef ekki enn séð andsvör þeirra sem um þetta véluðu á sínum tíma,“ segir Páll við Morgunblaðið og bætir við að hann muni ekki eftir því að hafa fengið tölvupóst, þó hann efist ekki um það.

„Ég geri ráð fyrir að þetta sé allt hárrétt. Ég verð bara að játa að ég man ekkert eftir honum. Mér þykir það í sjálfu sér leitt vegna þess að þessi atvikalýsing hennar hefði að minnsta kosti gefið tilefni til þess að ég, sem útvarpsstjóri, kallaði eftir svörum um málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?

Orðið á götunni: Er Gallup vanhæft í aðdraganda forsetakosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn