fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Þorsteinn um lögmæti veggjalda: „Má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. janúar 2019 08:53

Þorsteinn Víglundsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, vill vita hvort lántaka ríkissjóðs til að flýta samgönguverkefnum og fjármagna þau með veggjöldum, standist lög. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Hugmyndir eru uppi um að ríkið taki að láni 60-70 milljarða, sem yrðu greiddir niður með tekjunum af fyrirhuguðum veggjöldum. Einnig eru hugmyndir uppi um stofnun opinbers hlutafélags um framkvæmdirnar.

„Ég dreg ekkert úr mikilvægi verkefnanna sem um er rætt en það verður að ganga úr skugga um að fjármögnun þeirra og skuldbindingar sem ríkissjóður tekst á hendur standist þau vinnubrögð sem við höfum einsett okkur að vinna eftir,“

segir Þorsteinn og krefst svara frá fjármálaráðuneytinu um hvort fyrirhuguð leið standist lög um opinber fjármál, en málið var rætt á fundi fjárlaganefndar í gær, hvar Þorsteinn situr sem áheyrnafulltrúi:

„Ég taldi mikilvægt að við fengjum svör við því hvernig rétt væri að halda á þessu þannig að þetta samrýmdist lögunum. Að við sköpum ekki hættulegt fordæmi sem gangi gegn markmiði laganna. Það má aldrei verða svo að Alþingi geti farið fram hjá lögum um opinber fjármál með því að ohf-væða skuldir,“

segir Þorsteinn og nefnir að fjármálaáætlun sé ætlað að ramma ríkifjármálin inn. Og ef fjármagna eigi umfangsmikil verkefni með öðrum hætti, hljóti það að falla undir fjármálaáætlun ríkisstjórnar á hverjum tíma.

Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir því að efasemdir um lögmæti slíkrar fjármögnunar hafi komið fram, í kynningu formanns stýrihóps um fjármögnun samgöngukerfisins fyrir stjórnmálaflokkana nýverið, en Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, lýsti slíkum efasemdum sjálf í grein sinni í gær er hún spurði:

„Hvernig passar kúvending stjórnvalda með tilheyrandi risalántöku hér inn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu