fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Hörður Ægisson um sölu bankanna: „Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 18. janúar 2019 09:34

Hörður Ægisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, telur að ríkið eigi ekki að selja bankana til innlenda fjárfesta. Hann segir það liðna tíð að bankar séu í eigu stórra kjölfestufjárfesta og sé litið til Norðurlandanna, séu þeir að stærstum hluta í dreifðri eigu alþjóðlegra verðbréfasjóða og Ísland ætti að horfa til slíks fyrirkomulags:

„Sökum stærðar sinnar í samhengi við íslenskt hagkerfi er þess vegna ljóst – og það væri sömuleiðis afar óæskileg niðurstaða – að bönkunum verður aldrei komið í einkaeigu með sölu til innlendra fjárfesta. Eina raunhæfa leiðin er að selja þá í alþjóðlegum útboðum,“

segir Hörður.

Hann segir einnig óraunhæft að stjórnvöld geti fylgt eftir stefnu sinni um að losa eignarhlut bankanna á þessu ári og telur áform Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, um að söluferlið hefjist á þessu kjörtímabili, séu hinsvegar varfærin og það yrðu vonbrigði gengi það ekki eftir:

„Að koma bönkunum úr eigu ríkisins í hendur langtímafjárfesta mun taka mörg ár og, ólíkt fullyrðingum sumra misviturra stjórnmálamanna, þá vinnur tíminn þar ekki endilega með stjórnvöldum.“

Þjóð meðal þjóða

Hörður segir það áhyggjuefni hversu margir virðast hlynntir því að bankarnir verði áfram í ríkiseigu, en Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu, hefur ásamt fleirum tjáð sig um hversu vitlaust það sé að selja bankana meðan þeir séu að skila arði til þjóðarinnar. Ekki ætti að einkavæða bankana fyrr en stjórnmálalífið væri komið á hærra þroska- og siðferðisstig, sem hann segir muna taka langan tíma.

Hörður segir:

„Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið.“

Þá viðurkennir Hörður að líklega væri það ekki góð fjárfesting fyrir ríkissjóð að fjárfesta í bönkunum í dag:

„Ríkar ástæður eru fyrir því að engar aðrar þjóðir, sem við viljum almennt bera okkur saman við, hafa kosið að fara þá leið. Flestum er enda kunnugt um þá miklu áhættu sem felst í því að lána út fjármagn. Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði, hefur réttilega lýst þessu þannig að íslenskur almenningur sé, eins og sakir standa, að „manna fremstu víglínu“ vegna mögulegs útlánataps bankanna þegar hagkerfið siglir inn í samdráttarskeið. Fáum stjórnmálamönnum myndi detta það í hug, fengi ríkissjóður í dag afhenta ávísun upp á 400 milljarða, að skynsamlegt væri að verja henni til fjárfestinga í bönkum. Það er hins vegar sú staða sem ríkið er í um þessar mundir. Gróflega áætlað nemur árlegur fórnarkostnaður ríkisins af þeirri fjárfestingu um 25 milljörðum. Í stað þess að hún fari til niðurgreiðslna skulda eða uppbyggingar innviða, svo dæmi sé tekið, er hún bundin í áhættusömum bankarekstri sem skilar litlu meira en fjárfesting í ríkisskuldabréfum. Það er ömurleg ráðstöfun á fjármunum skattgreiðenda.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus