fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Ástráður fær 3 milljónir – „Niðurstaðan er viðunandi fyrir Reykjavíkurborg“

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 18. janúar 2019 10:19

Ástráður Haraldsson lögmaður. Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meirihlutinn í borginni segir niðurstöðuna í máli Ástráðs Haraldssonar vera viðunandi. Borgin þarf að greiða Ástráði 3 milljónir króna vegna brota á jafnréttislögum. Ástráður sótti um stöðu borgarlögmanns og var metinn hæfari en Ebba Schram, sem var ráðin í starfið.

Ástráður kærði ráðninguna og var það mat kærunefndar jafnréttismála að borgin hefði brotið jafnréttislög, var talið að Reykjavíkurborg hafi ekki getað sýnt fram á að aðrar ástæður en kynferði hefðu legið til grundvallar ráðningunni.

Í úrskurði kærunefndarinnar, sem lá fyrir í júlí í fyrra, seg­ir að Ástráður hafi fengið þær upp­lýs­ing­ar í sam­töl­um við fyrr­ver­andi borg­ar­lög­mann og borg­ar­stjóra að gert væri ráð fyr­ir að hún myndi sækja um stöðuna og að hún hefði fengið hvatn­ingu frá þeim báðum. Þrátt fyr­ir það taldi Ástráður full­víst að ekk­ert væri fyr­ir­fram ákveðið í þeim efn­um og sótti því sjálf­ur um.

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna segja í bókun sinni á fundinum í gær að jákvætt sé að ljúka samkomulagi vegna úrskurðar kærunefndar með sátt: „Niðurstaðan er viðunandi fyrir Reykjavíkurborg en þar kemur fram að hún feli ekki í sér viðurkenningu á sérstakri skaða- eða miskabótaskyldu Reykjavíkur vegna þeirra atvika sem um ræðir.“

Sjálfstæðismenn bókuðu að Reykjavíkurborg væri með þessu að staðfesta að ráðning Ebbu í embætti borgarlögmanns hafi verið ólögleg, borgin væri nú að fría sig frá frekari dómsmálum með því að samþykkja eingreiðslu upp á þrjár milljónir króna.

Fulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins sögðu samkomulagið vera „enn eitt málið sem útsvarsgreiðendur þurfa að standa skil á í arfaslakri stjórnsýslu og ráðningarmálum í Ráðhúsi Reykjavíkur“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus