fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Þegar klukkunni var flýtt í eitt skipti fyrir öll – morgunbirtusinnar og síðdegisbirtusinnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var að ráðleggingum tveggja raunvísindamanna, Trausta Einarssonar jarðfræðings og Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings, að ákveðið var að festa klukkuna á Íslandi við GMT (Greenwich Mean Time). Þetta er semsagt ekkert náttúrulögmál, heldur hafði fyrirkomulagið áður verið að færa til klukkuna sumar- og vetur. En því var hætt með lögum sem voru samþykkt á tíma Viðreisnarstjórnarinnar, eins og sjá má í þessari blaðagrein sem birtist í Morgunblaðinu 1968.

Þá var klukkunni flýtt í eitt skipti fyrir öll. Sumartími var lögfestur allt árið. Ísland var sett á GMT allt árið, þótt frávikið milli Reykjavíkur og mesta þéttbýlisins og GMT sé í rauninni næstum einn og hálfur tími. Þannig er hádegið í borginni yfirleitt í kringum hálf tvö eins og sjá má á þessari töflu.

Þetta mál hefur verið rætt fram og til baka. Umræðan hefur náð að leysast upp í þras eins og allt á Íslandi. Því er meira að segja haldið fram að ríkisstjórnin hafi kastað málinu fram sem skálkaskjóli til að geta unnið einhver óhæfuverk – eins og að selja banka á laun. Við lifum tíma þegar allt vekur tortryggni. Hvað vakti fyrir Viðreisnarstjórninni á sínum tíma? Hún var ekki vinsæl þegar þetta var – þetta var í kreppunni sem kom eftir hrun síldveiðanna.

Eins og má sjá á meðfylgjandi greinum, sú neðri er úr Alþýðublaðinu, voru röksemdirnar fyrir því að festa klukkuna ýmsar. Einnar er þó ekki getið og hún mun ekki hafa verið veigaminnst. Menn vildu gæta þess að þeir gætu verið í tengslum við erlend, og þá sérstaklega fiskkaupendur, á skrifstofutíma. Þá gekk ekki að hafa mikinn mun á klukkunni á Íslandi og í Evrópu. Þessi rök eiga kannski síður við nú á tíma tölvusamskipta.

7, apríl 1968 var klukkunni flýtt í síðasta skiptið eins og sjá má í þessari frétt í Tímanum. Síðan hefur hún verið föst þar sem hún er nú. Manni heyrist að nú séu að verða til tvær fylkingar, morgunbirtusinnar og síðdegisbirtusinnar. Þeir fyrrnefndu telja betra að landsmenn vakni í birtu en hinir vilja fara heim úr vinnunni í birtu. Í fyrri hópnum eru til dæmis Pétur Gunnarsson rithöfundur og Davíð Oddsson ritstjóri. Í hinum síðari eru meðal annarra Páll Bergþórsson veðurfræðingur og Kristján B. Jónasson útgefandi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus