fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Lögreglan: Mikil fjölgun innbrota á heimili

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir desembermánuð 2018 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina á síðustu 13 mánuðum og tölur það sem af er ári bornar saman við sama tímabil síðustu þriggja ára.

  • Alls bárust 684 tilkynningar um hegningarlagabrot í desember og fækkaði tilkynningum því milli mánaða.
  • Tilkynningum um þjófnað fækkaði verulega ef miðað er við síðustu 6 mánuði á undan og einnig fækkaði tilkynningum um eignaspjöll. Hins vegar fjölgaði tilkynningum um innbrot á heimili talsvert ef miðað er við fjölda síðustu sex og 12 mánuði á undan en slík innbrot voru um 67 talsins í desember.
  • Tilkynningum um kynferðisbrot fjölgaði einnig nokkuð í desember miðað við fjölda síðustu sex og 12 mánuði á undan. Alls bárust 26 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað í desember.
  • Alls bárust 56 tilkynningar um heimilisofbeldi í desember, eða álíka margar og síðastliðin þrjú ár á sama tímabili.
  • Alls 18 beiðnir um leit að börnum og ungmennum bárust lögreglu í desember, sem er 37 prósenta fjölgun það sem af er ári, miðað við meðaltal sama tímabils, milli áranna 2015 og 2017.
  • Akstri undir áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði talsvert á milli mánaða en alls voru þau brot um 160 talsins. Ölvun við akstur fjölgaði einnig á milli mánaða og einnig ef miðað er við síðustu 12 mánuði á undan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu