fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Eyjan

Klaustursflokkarnir bæta við sig fylgi

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 12:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðflokkurinn og Flokkur fólksins eru einu flokkarnir sem bæta við sig fylgi í nýrri könnun MMR, þó innan vikmarka, fylgi þeirra féll talsvert í kjölfar Klaustursmálsins. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með stuðning 22,2% landsmanna og helst nær óbreytt frá síðustu mælingu sem lauk 11. desember. Samfylkingin mældist með 15,0% fylgi, sem er tæplega tveimur prósentustigum minna en flokkurinn mældist með í síðustu könnun. Þá minnkaði fylgi Vinstri grænna um rúmlega eitt og hálft prósentustig.

Fylgi Miðflokksins jókst um eitt prósentustig og mælist nú 6,9%, það er þó öllu minna en þau nærri 13% sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum, en fylgi flokksins hrapaði í kjölfar Klaustursmálsins, en þar heyrðust þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins tala um pólitísk hrossakaup ásamt því að hæðast og baktala ótal einstaklinga og samstarfsmenn á þingi, meðal annars með orðunum „kunta“ og „tík“. Tveir þingmenn Miðflokksins eru í leyfi og tveir þingmenn Flokks fólksins voru reknir úr flokknum.

Fylgi Flokks fólksins jókst um tvö og hálft prósentustig frá síðustu mælingum og mælist nú  6,7%. Í síðustu könnun náði flokkurinn ekki inn manni, hafði fylgið hrunið nokkuð í kjölfar Klaustursmálsins.

Stuðningur við ríkisstjórnina jókst lítillega en 41,1% sögðust styðja ríkisstjórnina nú samanborið við 40,3% í síðustu mælingu.

Fylgi Pírata mældist nú 13,8% og mældist 14,4% í síðustu könnun.
Fylgi Framsóknarflokks mældist nú 11,7% og mældist 12,5% í síðustu könnun.
Fylgi Viðreisnar mældist nú 7,8% og mældist 8,5% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist 4,6% samanlagt.

Könnunin var framkvæmd var dagana 4.-14. janúar. 2061 einstaklingur svaraði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála

Reykjavíkurborg veitti tæpar 88 milljónir í styrki til velferðarmála
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn

Þegar Morgunblaðsmerkið gnæfði enn yfir bænum og hakakross Eimskipafélagsins var ekki falinn
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning

Hreiðar og Magnús dæmdir sekir en fá enga refsingu – Lögfræðikostnaður fellur á almenning
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“

„Er ekki komið að þeim að segja frá því sem þeir vissu um athafnir Jóns Baldvins Hannibalssonar?“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík

Vigdís hefur kært borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu

Óttast að litið verði á frumvarp dómsmálaráðherra sem stuðning við hatursorðræðu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?

Sjáðu laun bankastjóranna í samhengi við afkomu bankanna – Fær Lilja þriðju launahækkunina ?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu

Þetta kostar hringferð Sjálfstæðisflokksins skattgreiðendur á Íslandi – Ferðast um á VIP rútu