fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Inga Sæland: „Gömlu vagn­hest­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa síður en svo reynst happa­feng­ur“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 09:07

Ólafur og Karl Gauti reknir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fer yfir hitamál liðinna missera í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Fjallar hún þar um Klaustursmálið og aðkomu þeirra Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, sem hún segir mætavel hafa vitað hvað til stóð, „að svíkja flokkinn sem kom þeim á þing“.

Greinin ber yfirskriftina Karlar sem hatast við konur og segir Inga að ekki hefði verið komist hjá því að reka þá Ólaf og Karl úr flokknum, ellegar hefði flokkurinn ekki aðeins orðið óstarfhæfur, heldur „meðsekur í þeirri andstyggð“ sem fram fór á Klaustur bar.

Þá svarar Inga grein Ólafs frá því á mánudag, hvar hann sagði að flokknum stafaði orðsporshætta vegna skipan mála flokksins:

„Þarna tal­ar maður sem ný­verið hef­ur full­kom­lega að eig­in frum­kvæði og hvöt­um eyðilagt eigið orðspor sem stjórn­mála­maður með því að taka þátt í sam­særi sem hef­ur kastað rýrð á æru þings og þjóðar. Ólaf­ur Ísleifs­son og Karl Gauti Hjalta­son fé­lagi hans eru nú farn­ir í sögu­bæk­urn­ar sem fyrstu þing­menn lýðveld­is­sög­unn­ar sem eru látn­ir sæta ábyrgð fyr­ir gjörðir sín­ar með því að þeir eru rekn­ir úr sín­um eig­in flokki fyr­ir af­brot sín.“

Fjármálin í fínu lagi

Þá víkur Inga að umræðunni um fjármál Flokks fólksins, en Karl Gauti benti á í grein að sonur Ingu hefði verið á launum hjá flokknum og að hún hefði gegnt stöðu gjaldkera ásamt því að vera prókúruhafi, sem gæti ekki talist eðlilegt.

Inga gengst við þessu og segist í samráði við stjórn flokksins gætt ýtrustu ráðdeildar:

„Þetta hef­ur tek­ist far­sæl­lega. Flokk­ur­inn býr nú við heil­brigðan fjár­hag. Hann er skuld­laus og slíkt er afar fátítt meðal ís­lenskra stjórn­mála­flokka í dag. Reikn­ing­ar flokks­ins hafa aldrei hlotið at­huga­semd­ir end­ur­skoðenda og þeim hef­ur verið skilað í sam­ræmi við lög og regl­ur. Þeir hafa ávallt verið opn­ir öll­um stjórn­ar­mönn­um, líka Karli Gauta Hjalta­syni. Hall­dór Gunn­ars­son sat í stjórn og þriggja manna fjár­hags­ráði flokks­ins, var með aðgang og eft­ir­lits­heim­ild að heima­banka flokks­ins. Hann und­ir­bjó árs­reikn­inga ásamt gjald­kera í hend­ur lög­gilts end­ur­skoðanda. Hall­dór Gunn­ars­son vissi um öll fjár­mál Flokks fólks­ins frá A til Ö. Það er aumt að horfa upp á Hall­dór, Karl Gauta og Ólaf í hefnd­ar­leiðangri nú þar sem þeir reyna að sá fræj­um efa­semda og tor­tryggni um fjár­mál Flokks fólks­ins um leið og þeir vita bet­ur. Ég er í dag prókúru­hafi flokks­ins ásamt tveim­ur öðrum trúnaðarmönn­um sem bæði njóta óskoraðs trausts. Jón­ína Björk Óskars­dótt­ir varaþingmaður í Suðvest­ur­kjör­dæmi er gjald­keri og einn prókúru­hafa.“

Um ráðningu sonar síns segir Inga að hann hafi upphaflega verið sjálfboðaliði:

„Þar var hann tal­inn standa sig vel og hann ávann sér traust. Fólk taldi hann hafa sýnt bæði kunn­áttu og dugnað. Annað fólk en ég í trúnaðar­stöðum inn­an flokks­ins vildi að hann yrði ráðinn til verk­efna á borð við dag­leg störf á skrif­stofu, gerð nýrr­ar heimasíðu og fleira. Ég kom ekki ná­lægt því og vék af fundi þegar stjórn flokks­ins tók þessa ráðningu til ákvörðunar.“

Þá segir Inga að Klaustursmálið hafi verið henni erfitt, en skömmin sé ekki hennar:

„Fram­ganga þeirra Ólafs Ísleifs­son­ar, Karls Gauta Hjalta­son­ar og Hall­dórs Gunn­ars­son­ar í okk­ar garð hef­ur valdið mér mikl­um von­brigðum. Nú er komið á dag­inn að þess­ir gömlu vagn­hest­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa síður en svo reynst happa­feng­ur fyr­ir okk­ur í Flokki fólks­ins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus