fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Björn Bjarnason: „Braggamálinu er lokið“ er slagorð Samfylkingarinnar“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 17. janúar 2019 19:01

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Braggamálinu er lokið“ er slagorð Samfylkingarinnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Samfylkingarinnar, hamrar á þessu og Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi, sagði í Silfrinu á sunnudaginn 13. janúar að minnihluti borgarstjórnar vildi bara tala um braggamálið til að draga athygli frá því góða sem Samfylkingin væri að gera í borginni. Tæplega hálfur milljarður í bragga væri þannig tala í samhengi fjármála borgarinnar að hún sæist ekki nema eftir sérstaka ábendingu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. formaður Samfylkingarinnar og borgarstjóri, segir „ljótt“ að leggja til að braggamálið sé rannsakað sem sakamál.“

svona hefst pistill Björn Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, um braggamálið í dag. Hann fjallar einnig um Klaustursmálið og segir að Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, beiti „öllum ráðum“ til að halda lífi í Klaustursmálinu:

„Á alþingi leggur Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, kapp á að viðhalda lífi í rannsókn sinni á því hvort Gunnari Braga Sveinssyni, fyrrv. utanríkisráðherra, hafi verið lofað sendiherraembætti fyrir að skipa Geir H. Haarde og Árna Þór Sigurðsson sendiherra.“

„Á sama tíma og samfylkingarfólkið í borgarstjórn vill gera sem minnst úr botnlausum fjáraustri í braggann í Nauthólsvík og telur „ljótt“ að krefjast frekari rannsóknar á brotum á reglum um stjórnsýslu og skjalameðferð beitir samfylkingarþingmaður öllum tiltækum ráðum sem nefndarformaður til að halda áfram rannsókn á orðum drukkins þingmanns sem dreymir um að verða sendiherra,“

segir Björn og nefnir að að næsta skref á þingi sé að breyta þingsköpum vegna „drykkjufundarins“:

„Þingmenn sem ekki eru taldir vanhæfir verða að fjalla um hvort vísa skuli til siðanefndar alþingis að leggja mat á framkomu þeirra sem sátu fundinn. Hér segir „hvort vísa skuli“ þótt vanhæfur forseti alþingis, Steingrímur J. Sigfússon, segi: „Þetta snýst um að málið geti gengið rétta boðleið til siðanefndar.“ Hefur hann gert viðbótar-forsætisnefnd vanhæfa með þessum orðum sínum? Innan forsætisnefndar á forseti alþingis lokaorðið. Líklega þurfa lögspekingar þingsins að velta fyrir sér hvort ekki verði að kjósa nýjan þingforseta svo að unnt sé að ljúka þessu máli í forsætisnefnd á viðunandi hátt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus